Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

26.10.06

Ný bloggfærsla

Er nú ekki kominn tími á nýja færslu? Bara "örfáir" dagar frá síðustu færslu.

Ástæða þess að ég hef ekki bloggað í ca 2 mánuði er einföld, annað prófið klikkaði og þar með útskriftin. Ég var ekki sáttur við það og reyndi hvað ég gat að redda því. Þetta hafði þá þau áhrif að í stað útskriftar í október og MS náms í Melbourne í febrúar, mun ég ekki ná að útskrifast fyrr en í júní á næsta ári (fagið sem klikkaði er nefnilega vorfag).

Hvað hef ég svo sem gert á þessum 8 vikum, látum okkur sjá;
- Unnið á taxa og rútum í dágóðan tíma
- Farið í æfingarbúðir með kórnum
- Farið í atvinnuviðtal (ekki bjartsýnn með það)
- Pantað flug og gistingu í Köben 1.-5.nóv. Ójá, þá verður sko drukkið.
- og hangið tímunum saman á Hlöðunni við að reyna skrifa eitthvað viturlegt í BS ritgerðinni (gengur frekar erfiðlega - ætli það heiti ekki agaleysi).

Ástin mín, hún Katrín Ásta, á bókað far heim til Íslands 29.nóv en það gæti verið að þeirri heimferð verði seinkað eitthvað smá út af námskeiði sem hún hefur áhuga á að taka. Let´s hope the best, þó ég vilji náttúrulega fá hana heim sem fyrst ;)

4 Comments:

At 3:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

vertu nù duglegur ad laera svo thù getir nù farid ad klàra thetta nàm thitt.
Ekkert djamm,sukk og svìnerì sko thad er alveg bannad og hana nù

skiladu kvedju à alla frà okkur stòri brò

Kaer kvedja litla systir (Eva)

 
At 9:58 e.h., Blogger Guðjón said...

Samt ma nu alveg koma og fa ser nokkra kassa her i Koben a midvikudaginn :) Vid ketill erum ad reyna ad undirbua eitthvad snidugt fyrir ykkur thremenningana.

 
At 4:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

húrra loksins blogg!

kv.

 
At 2:25 f.h., Blogger Katrin said...

segi það sama, komið blogg! yay :o)

 

Skrifa ummæli

<< Home