Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

8.3.09

Vika 1 að baki

Þá er vika 1 að baki og skólinn að komast í gang. Vikan var í eðli sínu ósköp hefðbundin skólavika, ég er í tímum á mánudags-, þriðjudags- og miðvikudagskvöldum frá 6-9 og fimmtudögum frá 2-5. Þegar ég var ekki að lesa (kennararnir eru sko ekkert að láta skólann byrja rólega) eða sofandi var ég að útrétta hitt og þetta sem tengdist skólanum eða húsnæðinu eða hitta samnemendur yfir mjöð eða kaffi.

Aðeins um slottið sem ég bý í, fyrir þá sem hafa áhuga.
Ég bý sem sagt í lítilli stúdíóíbúð, ca 20fm, á 8.hæð. sem hefur allt til alls nema stofu. Ég er með fínt útsýni í vesturátt sem þýðir að ég fæ eftirmiðdagssólina og sólsetrið inn um gluggann hjá mér.

Stærstu fréttir vikunnar er samt jarðskjálfti, jebb, jarðskjálfti hér í Melbourne. Heimildir herma að þetta hafi verið öflugasti jarðskjálftinn í ca 35 ár. Hann mældist 4,5 á Richter og átti sér upptök hér rétt fyrir utan borgina á föstudagskvöld um kl 20:30. Þetta var ósköp hefðbundinn skjálfti, a.m.k. eins og ég hef upplifað þá heima; fyrst kom smá titringur og svo aðalskjálftinn. Mín fyrstu viðbrögð voru; "nei, það getur ekki verið að þetta hafi verið skjálfti, ekki í Melbourne" en svo fóru að renna á mig tvær grímur. Ástæðan er einföld, húsin hér eru svona ca búin til úr pappa þannig að ef það kæmi góður "Suðurlandsskjálfti" þá myndu mörg hún skemmast eða hrynja. En jæja, einhvern tíma er allt fyrst - að upplifa jarðskjálfta á svæði sem ég hélt að væri algjörlega laust við svoleiðis hluti.
Ég var reyndar spurður að því í gær, laugardag, hvort okkur (Íslendingum) væru kennd einhver ákveðin viðbrögð þegar jarðskjálfti eða eldgos ættu sér stað. Ég sagði nú bara eins og væri að það væri mjög staðbundið því sum svæði eru utan hættusvæða eldgosa en vissulega fengju margir sjokk þegar hressilegur skjálfti ætti sér stað.

Veðurfréttir:
Það var kalt í Melbourne í síðustu viku, hitinn fór niður í 10 gráður á nóttunni sem þýddi að það þyrfti að sofa með sæng. Veðrið í þessari viku stefnir í að verða skárra eða allt að 28 gráður yfir daginn ef allar spár ganga eftir. Samanborið við sama tíma í fyrra þá er þetta frekar svalt/kalt en þá var að jafnaði um 25-30 gráður á daginn og sængin var geymd uppi í skáp þar til seint í mars.

Læt þetta duga í bili.

27.2.09

Lifnaður við

Góðan og sprækan daginn,
Þá er komið að því að lífga upp á þetta blogg aftur.

Ég er sem sagt kominn aftur til Melbourne til að klára mitt nám, 1 önn eftir. Í þetta skiptið snérum við Katrín málunum við, hún er heima í atvinnuleit en ég er 1 hér úti í náminu. Ég er því fluttur í nýtt húsnæði, stúdíóíbúð rétt hjá skólanum.

Ferðalagið hingað út var ósköp hefðbundið; ca 10 tíma hangs á Heathrow, 11 tíma flug til Bangkok, 8,5 tíma flug til Sydney og svo loks 1,5 tíma flug til Melbourne. Með öðrum orðum, bara rétt rúmlega flugleiðin Reykjavík - Akureyri :o)
Annars reyni ég yfirleitt að sofa sem mest í lengsta fluginu. Mér tókst það svona skítsæmilega en á hinn bóginn náði ég ekki að sofa mikið frá Bangkok og niður eftir.

Svo byrjar skólinn á fullu swingi á mánudag, svaka stuð.

Alla vega, ég mun því fara skrifa eitthvað reglulegar hér en áður.

24.12.08

Jólakveðja úr suðri

Long time - no blog. Ástæðan er leti.

Skólinn kláraðist hjá mér þann 17.nóvember, einkunnirnar komu í byrjun desember en góða veðrið er rétt svo að koma núna.
Við Katrín höfum verið dugleg að skipuleggja flutningana hennar heim (a.m.k. dótið hennar) en við höfum líka verið mjög dugleg við að njóta þess að vera í fríi. Reyndar fór dágóður tími í undirbúning útskriftarinnar hjá Katrínu því það er ógurlegt pappírsflóð sem þarf að hafa í lagi svo hægt sé að útskrifast frá svona virtum háskóla. Jebb, þið lásuð rétt, Katrín er orðin tvöfaldur master - annars vegar í matvælafræði og hins vegar í viðskiptafræði (stjórnun). Nú er bara að finna rétta djobbið, sem er líklegast frekar erfitt eins og staðan er á Skerinu.

Við komum annars heim að kvöldi 29.des og ég fer aftur út til að klára mitt nám í lok febrúar, spurning hvað Katrín gerir. Það er nefnilega frekar erfitt/dýrt að fá vinnuleyfi hérna niður frá því nágrannar Ástralíu úr norðri (frá hrísgrjónaálfunni) hafa verið duglegir við að flytja hingað og leita að betra lífi - "The Australian dream".

Að veðrinu.
Ég hef orðið fyrir töluverðum vonbrigðum með veðrið hérna í nóvember og desember. Það er búið að vera frekar kalt (15-25 gráður, virkar eins og 5-15 heima) og töluvert rok. Þetta hefur þýtt að síðbuxur hafa verið meira notaðar en stuttbuxur. Sem betur fer verður jólaveðrið aðeins betra eða um 30-35 gráður og glampandi sól, spurning um að skella sér á ströndina með jólasveinahúfuna, sólarvörnina og six-pakkið - sjáum til. Njótið roksins og rigningarinnar um jólin.

Kæru vinir, ég óska ykkur gleðilegra jóla, þakka fyrir gott ár. Megið þið eiga góð jól á norðurhvelinu, sjáumst vonandi í janúar eða febrúar.

6.11.08

Brjálæði

Það er aldeilis hvað hlutirnir gerast hratt, bankarnir þjóðnýttir, IMF hugsanlega að lána landinu nokkra aura o.s.frv. Hvað gerist með stóru karlana sem ollu þessu rugli, ættu þeir ekki að vera dregnir fyrir dómara og refsað almennilega fyrir þetta? Það finnst mér alla vega. Almennileg refsing í þessu tilfelli er sko milljarða sektir sem þeir ættu að geta tekið úr rassvasanum, nóg græddu þeir á "góðærinu". Nóg um það.

Skólamál
Önnin hér er búin, þessi vika er upplestrarfrí. Það er þó ekki svo gott hjá mér því ég þurfti að skila ritgerð síðasta mánudag + næsta mánudag þarf ég að skila annarri ritgerð og fara í mitt eina hefðbundna próf á þessari önn. Helgin þar á eftir fer svo í heimapróf. Ég verð sem sagt komin í jóla- og sumarfrí 17.nóvember.
Daman á heimilinu verður ekki einu sinni byrjuð í prófum þegar ég klára. Hef verið að grínast með það að ég muni bara útbúa matarbox fyrir hana að morgni, merkt hádegismatur og kaffitími, og á meðan mun ég vera á ströndinni að "tanna". Þessar uppástungur hafa ekki verið vinsælar, skrýtið.

Nú verða sagðar veðurfréttir
Veðrið hér hefur sveiflast ansi hressilega, suma daga er of heitt til að sitja inni við lærdóm á meðan aðra daga rignir með þrumum og jafnvel eldingum. Yfir heildina er samt orðið nokkuð hlýtt, ekki undir 20 stigum en það er þó ekki alltaf stuttbuxnaveður - þó það sé ansi oft :)

Njótið vetrarríkisins.

4.10.08

Allt á bullandi niðurleið

Nú er að vissu leyti gott að vera námsmaður í útlöndum, sérstaklega þegar hugsað er til ætlaðs óstöðugleika á vinnumarkaði. Gallinn er hins vegar veiking krónunnar því nú þurfum við fleiri krónur fyrir hvern ástralskan dollar (gengið var ca 70 kr/AUD í júlí, er 87 núna). Sem dæmi um heildaráhrifin þá hefur leigan hækkað um ca 50% frá því í febrúar en þá var gengið um 60 kr/AUD.

Þjóðstjórn eða ekki, reka mann og annan, skipta um einstaklinga í ákveðnum sætum í ákveðnu húsi í 101 Rvk o.s.frv er eitthvað sem ég ætla ekki að tjá mig um í þessu samhengi. Eftir því sem ég les fleiri fréttir af ástandinu heima finnst mér sem múgæsingin sé að verða meiri. Fólk ætti að róa sig í svartsýnisspánni og líta frekar í eigin barm, allar offjárfestingar síðustu ára (t.d. húsnæðis-brjálæðið) sem eru í raun að valda þessu rugli núna. Skammtímaminni fólks er greinilega mjög takmarkað því það var varað við þessum áhrifum af viturbornum mönnum í upphafi "góðærisins". Nú er einfaldlega komið að skuldadögum sem því miður lendir líka á þeim skynsömu.
Eina afstöðu gef ég þó uppi, Ísland ætti EKKI að ganga í ESB þrátt fyrir þessar þrengingar. Við töpum miklu meiru en við græðum, t.d. fiskimiðunum og öðrum auðlindum.

Skemmtilegri fréttir.
Það var mjög gaman að lesa um snjókomuna í Rvk um daginn og að bílar væru fastir í Ártúnsbrekkunni. Þegar ég las þetta var ég ansi sumarlega klæddur því hér voru um 25 gráður og glampandi sól. Hitastigið mun nálgast 40 gráðurnar áður en langt um líður og þá mun ég skemmta mér enn frekar við að lesa ófærðarfréttir að heiman.

Fyrir þá sem vilja vita það, þá hef ég lokið einu námskeiði af 4 nú þegar, fæ þó ekki einkunnina fyrr en í desember. Hin 3 munu öll klárast í nóvember, eitt með ritgerð, annað með heimaprófi og það síðasta með hefðbundnu gagnaprófi.

Sumarkveðja frá Melbourne

27.8.08

Skóli og aftur skóli

Það hefur ekki mikið gerst hjá mér síðustu vikurnar, eftir Sigrrósartónleikana. Skólinn er sko í fullu swingi með tilheyrandi lestri og ritgerðarskrifum, nú er vika 5 í gangi og ég er nú þegar búinn að skila 4 stuttum ritgerðum (500-1000 orð). Fyrsta alvöruritgerðin (3000 orð) verður skrifuð nú um helgina, sú ritgerð er jafnframt lokaritgerðin í því námskeiði. One down, three to go.

Góðu fréttirnar eru þær að veturinn er á undanhaldi, sólin hækkar á lofti, daginn er farið að lengja og hitastigið fer hækkandi.

Svo ég vitni nú í athugasemdir ónefnds Reykvíkings á ónefndum bloggsíðum, þá er það nú svo að það er svo sannarlega 100% vinna að vera í námi og önnur 100% að sjá um kvenmanninn á heimilinu og það hjálpar ekki til að hún sé úr Reykjavík. Gaflarinn þarf sko að hafa fyrir því að halda uppi heiðri síns sveitarfélags á heimilinu, svona næstum því :)
Til að vinna mér inn góða inneign tók ég upp á því að baka fyrir nokkrum dögum. Katrín vissi ekkert, hún fór bara í sína hópvinnu eins og venjulega. Þegar hún svo kom heim beið hennar nýbökuð kaka (ekki Betty Crocker, til að hafa það á hreinu). Eins og skilja má datt af henni andlitið þegar hún kom heim. Til að toppa þetta allt saman þeytti ég rjóma. Kakan smakkaðist mjög vel, þó ég segi sjálfur frá og punktastaða mín í heimilishaldinu er ansi jákvæð.
Getur hinn ónefndi Reykvíkingur toppað þetta?

2.8.08

Námsmaður í útlöndum og heimsfrægðin

Þar kom að því, ég er orðinn íslenskur námsmaður í útlöndum. Ég er byrjaður í mastersnámi í utanríkisverslun (blanda af hagfræði og viðskiptafræði) í The University of Melbourne. Fullt nám hér er 4 námskeið, hvert um sig með sitt klassíska háskólaálag í náminu. Ég kem til með að þurfa skila lokaritgerðum í þeim öllum sem gilda frá 20% upp í 50% af lokaeinkunn en sem betur fer tek ég bara 1 lokapróf. 2 af námskeiðunum eru kennd um helgar (annað í ágúst og hitt í september), það sem kennt er í ágúst klárast með sinni 50% lokaritgerð 20.sept þannig að vinnuálagið ætti ekki að vera of mikið - vonandi. Annars stakk ég upp á því við Katrínu hvort ég ætti ekki að skipta um nafn og láta kalla mig herra Ritgarð, þar sem ég þarf að skrifa samtals um 20.000 orð í ritgerðum á þessari önn.
Annars leggst önnin bara furðuvel í mig þrátt fyrir allan þennan haug af ritgerðum og ég tala nú ekki um allt efnið sem ég er nú þegar búinn að prenta út - um 500 blaðsíður af lesefni í stað kennslubóka. Þessar 500 bls tilheyra bara 2 námskeiðum, það þriðja er eftir. Ég kem bara til með að lesa eina hefðbundna kennslubók til jóla.

Að enn skemmtilegri hlutum - heimsfrægðinni hér í Melbourne.
Ef þið kíkið á visir.is og sjáið þennan tengil þá sjáið þið hvernig heimsfrægðin fer með mann hér í henni Ástralíu.
Annars var það þannig að við skelltum okkur á tónleika með ekki ófrægara bandi en Sigur Rós í gærkvöldi, föstudag. Þrátt fyrir að hafa aldrei hlustað á þá sem heitið getur verð ég að viðurkenna að þeir voru nú bara skrambi góðir. Það skemmdi heldur ekki fyrir að við Katrín sveifluðum íslenska fánanum eins og við fengjum borgað fyrir það á meðan á tónleikunum stóð. Það eitt að standa þarna úti í mannhafinu með íslenska fánann að hlusta á íslenska hljómsveit svo langt frá heimaslóðum, fyllti mann svo af þjóðarstoltinu að orð fá því varla lýst. Það skemmdi heldur ekki fyrir að fá sérstakt klapp frá sjálfum söngvaranum í lok tónleikanna. Toppurinn hefði samt verið að fá að hitta kappana en öryggisverðirnir voru strangari en allt sem strangt er þegar kom að því að reyna komast baksviðs, hnuss, þá hefði þjóðarstoltið rifnað endanlega.

Eigið annars góða verslunarmannahelgi, gangið hægt um gleðinnar dyr.

15.5.08

Heima

Ég er víst kominn heim og verð hér í ca 2 mánuði.

Ástæðan er að mestu leyti tengd ferðamannaárituninni (tourist visa) sem var að renna út, en ég fer aftur út í júlí til að hefja mitt masters-nám í hagfræði með áherslu á utanríkisverslun.

27.4.08

ANZAC

Sælt veri fólkið

Síðasta föstudag var svokallaður ANZAC dagur hér í Ástralíu en á þeim degi er hermönnum þessa lands sýnd virðing. Dagurinn byrjar á því að fólk safnast saman við minnisvarða um fallna hermenn, sú athöfn fer fram í dögun eða á milli 4 og 6 að morgni. Eftir athöfnina marséra fylkingar um götur borgarinnar við taktfastan trommuslátt og einstaka trompet. Um hádegi er svo aðalskrúðganga dagsins en þá safnast þeir hermenn saman í miðborginni sem hafa þjónað landi sínu í gegnum súrt og sætt síðustu áratugina og marséra saman að minnisvarðanum. Inn á milli hópanna keyra svo gamlir herbílar. Þegar að minnisvarðanum er komið, og allir hafa skilað sér þangað, hefst dagskrá í tilefni dagsins. Dagskráin hófst á þjóðsöngnum og Faðir vorinu, á eftir því kom fylkisstjórinn í pontu og síðan hver annar pólitíkusinn.

ANZAC stendur fyrir Australian New Zealander Army Corps. Þann 25.apríl árið 1915, réðust ástralskar og ný-sjálenskar hersveitir inn í Tyrkland. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki náð ástæðunni enn, en þetta var víst stórmerkilegt í sögu landsins. Þúsundir ástralskra og ný-sjálenskra hermanna létu lífið í þessum hluta fyrri heimsstyrjaldarinnar en þeim hafa stöðugt verið þakkaðar þessar fórnir. Í 95 ár hafa Ástralir vottað öllum sínum hermönnum virðingu á þessum degi, óháð því í hvaða stríði þeir hafa verið, ef þeir hafa þá farið í stríð.

Við Katrín vöknuðum upp við dynjandi trommuslátt í morgunsárið. Þegar við litum út um gluggann sáum við fylkingu hermanna marséra um götuna okkar. Þetta var mjög tignarleg sjón og í raun geta fá orð lýst þeirri upplifun sem þessi sjón var.
Við röltum niður í bæ til að sjá hina stóru skrúðgöngu. Þar var önnur tignarleg sjón því þegar við komum á svæðið voru alls kyns hermenn að stilla sér upp. Elstu göngugarparnir voru líklegast í kringum nírætt og allt niður í fólk á mínum aldri. Sumir af þeim sem yngri voru báru líklegast orður feðra sinna eða afa, en það voru sko ekkert fáar orður á sumum þeirra. Ég man eftir að hafa séð 3 þéttar raðir á nokkrum herramönnum. Hópunum var raðað þannig upp að þeir sem höfðu barist í t.d. seinni heimsstyrjöldinni komu allir í einu. Inni í þeim hóp var svo raðað eftir því hvar þeir höfðu barist. Svona var þeim öllum raðað, ekkert endilega í tímaröð. Inn á milli komu svo herbílar frá hverju tímabili, fullt af flottum Jagúar-bílum og ég tala nú ekki um Rollsana. Með reglulegu millibili voru svo sekkjapípuhópar og lúðrasveitir sem spiluðu lög við hæfi.

Þegar síðasti hópur hafði lagt af stað, komu áhorfendur á eftir. Leiðin lá að minnisvarða um alla þá hermenn sem hafa þjónað landinu, jafnt fallna sem ófallna. Hjá minnisvarðanum stóðu hermenn vaktina, óvopnaðir þó, heiðursvörður væri líklega betra orð. Eftir stutta stund var fólk beðið að standa á fætur og hlýða á þjóðsönginn og fara svo með Faðir vorið. Það þótti mér einna tilfinninganæmasta stundin því ég sá fólk tárast á meðan það fór með Faðir vorið. Því næst fylgdu ræðuhöld sem við Katrín nenntum ekki að hlusta á.

Á heimleiðinni sáum við mun manneskjulegri hlið á hermönnunum, þeir voru á barnum með öl í hönd. Mér þótti það skondin sjón því þeir voru margir hverjir í herbúningunum.

Í skrúðgöngunni voru 15.000 þátttakendur og var áætlað að áhorfendur hefðu verið 50.000. Það var sko vel þess virði að sjá þetta því við munum ekki upplifa svona skrúðgöngu heima á Íslandi. Eini sénsinn á því væri reyndar ef við héldum þeim degi hátt á lofti sem Bretar gáfust upp í Þorskastríðinu, hér forðum daga, en ég held að það verði ansi slöpp skrúðganga til lengdar.

Þessi dagur, föstudagurinn 25.apríl 2008, mun seint gleymast því öll sú virðing sem hermönnum þessa lands er sýnd er ekkert lítil. Hátíðarhöldin sem slík þóttu mér mjög persónuleg, það var ekkert verið að reyna gera þetta glæsilegt, heldur var áherslan lögð á merkingu dagsins. Ástralir eiga hrós skilið fyrir tryggð sína við alla þá menn og konur sem hafa þjónað landinu í stríðum síðustu aldar.

15.4.08

Footy

Núna um helgina skelltum við Katrín okkur á völlinn, við fórum að horfa á ástralskan fótbolta sem í daglegu tali er kallaður footy. Þetta var heljarinnar upplifun því við vorum eins og lítil heystrá í hlöðu, á vellinum voru rúmlega 44 þúsund áhorfendur. Stúkurnar voru á þremur hæðum, plús VIP hæðin sem var á milli hæða 2 og 3 og voru þær langt í frá að vera fullar. Leikurinn sem slíkur var mjög fjörugur þrátt fyrir að við skildum hvorki upp né niður í honum til að byrja með.
Til að gefa ykkur einhverjar vísbendingar um það hvernig leikurinn gengur fyrir sig þá skal ég reyna útskýra það. Leikurinn er í fjórum hlutum, 2 fyrir og eftir hálfleik, hver hluti er 20 mínútur. Á vellinum eru mjög margir leikmenn (náði ekki að telja), a.m.k. 6 dómarar og alltaf einhverjir vatnsdrengir til að gefa leikmönnunum að drekka. Þar að auki eru 2 sendiboðar af varamannabekknum inn á allan tímann (í sérbúning), líklegast til að koma skilaboðum frá þjálfurunum til skila til leikmannanna. Ég kalla þá sendiboða því það voru alltaf 2 að skiptast á að koma inn á, kannski tengdist það vörn og sókn. Það tók okkur Katrínu allan fyrsta leikhlutann að fatta gang mála. Á endanum ákváðum við að halda með því liði sem átti fleiri stuðningsmenn í kringum okkur en það var útiliðið. Það var líka eins gott því það lið vann með yfirburðum.
Það að fara svona á völlinn er sko miklu meira en að horfa á nokkur vöðvabúnt hlaupa hvert annað niður, þetta er sko heljarinnar menningarferð því þarna sér maður sko hvernig Ástralir eru í raun og veru. Boltinn er kannski svona helmingurinn af þessu en kúltúrinn hinn helmingurinn. Fólkið í kringum okkur var sífellt að skreppa í sjoppurnar, m.a. til að kaupa sér franskar, gos og síðast en ekki síst bjór. Mannskapurinn var sko ekkert að hika við það að fá sér nokkra kalda, þó svo að þeir þyrftu að troðast inn í miðja sætaröð með plastglasið eða jafnvel 4 glasa bakkana. Að sjálfsögðu voru einstaklingar á svæðinu sem kunnu sér ekki hóf í drykkjunni, en mér fannst það bara sýna hinn innri karakter heimamanna.

Ég held ég geti sagt það með nokkurri vissu að ég á eftir að fara á annan footy leik, þá ekki síst út af því að hér í borg eru 2 stórir leikvangar. Sá sem við fórum á er sá minni en hann tekur um 60 þúsund áhorfendur í sæti, sá stærri tekur rétt um 100 þúsund. Spurning um að velja góðan leik, líkt og við gerðum fyrir þessa helgi en liðin sem við sáum spila eru þau bestu í landinu og spiluðu meira að segja til úrslita í fyrra.

Footy-kveðja héðan að sunnan.

14.4.08

Lífið eftir páska

Nú er komið að því að fræða ykkur um lífið hér suður frá eftir páska.
Katrín fékk 1 viku í kennslufrí eftir páska en á sama tíma var ég kominn á fullt í að undirbúa mig undir enskupróf sem ég þreytti 5.apríl. Sú vika snerist því við, ég var að læra en Katrín að slappa af. Síðasta vika var sameiginleg þjáningarvika hjá okkur því ég var að læra á fullu og Katrín þurfti að hafa sig alla við til að halda í við kennarana. Þessi vika, á hinn bóginn, hefur verið algjör letivika hjá mér og það stefnir í fleiri þannig vikur í nánustu framtíð. Ég reyni því mitt besta að hvetja Katrínu áfram og jafnvel líta yfir þau verkefni sem hún er að vinna.

Til að brjóta upp hið hefðbundna stúdentalíf breyttum við okkur í erlenda ferðamenn. Hópurinn samanstóð af 9 víkingum; 5 Íslendingum, 2 Dönum og 2 Finnum. Var um dagsferð að ræða í rútu með leiðsögn og var ferðinni heitið í vínsmökkun og gufulest. Dagurinn heppnaðist alveg svakalega vel, svo vel að hann endaði á pöbb um kvöldið. Eitt get ég sagt ykkur, það að borða 2 stórar máltíðir yfir daginn er sko allt of mikið fyrir mig. Varúð – ekki fyrir viðkvæma; ég hafði ekki lyst á nema rétt tæpum 3 bjórum um kvöldið. Já, ég veit, þetta jaðrar við guðlasti. Guðjón, ég vona að þú fyrirgefir mér þetta – hehe.
Þar að auki skelltum við Katrín okkur niður að sjó til að berja hinar frægu mörgæsir augum. Við fórum á stað sem heitir Phillip Island en það tók um 2,5 tíma að keyra þangað þaðan sem við búum. Það var töluverð upplifun að sjá mörgæsirnar svona nálægt manni koma upp úr sjónum og hlaupa upp eftir ströndinni í holurnar sínar. Ætli það næsta sem maður hafi komist þeim hafi ekki verið um 1 metri. Til að toppa kvöldið sáum við villta kengúru skoppa inn á milli mörgæsanna, í runnunum. Það var frábær upplifun.
Eftir enskuprófið var okkur Katrínu svo boðið í skandínavískt grill. Sökum prófþreytu sváfum við grillið af okkur en mættum í staðinn galvösk í gleðskap eftir grillið. Þá reyndi ég hvað ég gat að bæta upp fyrir drykkjuleysið eftir rútuferðina. Það gekk svona líka vel að ég var frekar ryðgaður fram eftir sunnudeginum.

Snúum okkur nú að veðrinu. Það hefur sko heldur betur breyst frá páskum. Í vikunni eftir páska og fram eftir síðustu viku var nú bara frekar svalt eða um 15 gráður. Þá dugði sko ekkert minna en buxur og peysa, Katrín fór meira að segja í jakka. Nú er öldin önnur, sem betur fer. Nú er glampandi sól og hitinn um 20-30 gráður, stuttbuxurnar eru því komnar aftur í notkun. Njótið vorblíðunnar á norðurhvelinu og ég tala nú ekki um alla hálkuna.

10.4.08

Ástralskir páskar og páskasteikin ógurlega

Mikið svakalega stend ég mig vel í því að segja fréttir héðan af suðurhvelinu, eða þannig. Það eru víst komnar 3 vikur frá síðasta pistli sem er óafsakanlega langt síðan.
Páskarnir hérna suður frá (down under eins og heimamenn segja) voru frekar frábrugðnir hinum hefðbundnu páskum að því leytinu til að maður borðaði kryddaða kengúrusteik með piparsósu og alls kyns grænmeti. Með þessari svakalegu steik drukkum við svo hið fínasta rauðvín sem kostaði ekki nema rétt 600 kr. Í eftirrétt fengum við okkur svo Nóa páskaegg ásamt ástralskri súkkulaðiköku. Annað atriði sem var frábrugðið páskunum hér og heima er að hér voru um 25°C og við nutum kengúrunnar á stuttbuxum og –ermabol.

Annar dagur páska byrjaði á því að við röltum út í búð til að færa björg í bú og til að kaupa ástralskt páskaegg á hálfvirði. Við keyptum ekki bara eitt lítið egg, heldur tvö, í ágætri stærð. Eftir kvöldmat gæddum við okkur á því minna sem var páskakanína úr Deluxe rjómasúkkulaði frá Cadbury´s. Hitt eggið var Mars egg ásamt þremur Mars súkkulaðistykkjum. Það bíður enn eftir því að við gæðum okkur á því. Cadbury´s eggið var mjög gott og jafnvel betra en Nóa eggin en Nói hefur þó vinninginn hvað varðar nammið og málsháttinn því það er ekkert svoleiðis hér niður frá að því er við best vitum.

Páskasteikin heppnaðist alveg rosalega vel, hún var jafnvel betri en íslenski hamborgarahryggurinn. Ég ætla láta uppskriftina fylgja með hér fyrir neðan (höfundarréttur áskilinn):

500 gr af kengúrukjöti
½ sæt kartafla
2 gulrætur
½ haus af brokkoli
Dós af grænum baunum
Dós af sveppum
Piparsósa
Nokkur saltkorn
Rauðvínsflaska

Eldunaraðferð:
Rauðvínsflaskan opnuð. Kengúran lögð í rauðvínsmareneringu ca klukkustund fyrir eldun, grænmetið og kartaflan skorin niður eftir smekk, niðursuðudósir opnaðar.
Pannan sett á eldavélina við nokkuð snarpan hita, kartaflan látin á pönnuna ásamt nokkrum saltkornum, hún látin steikjast þar til hún verður létt gyllt að utan, þá tekin af pönnunni og sett til hliðar. Því næst er kengúran flutt úr mareneringunni yfir á pönnuna ásamt rauðvínsleginum. Ekki þykir ráðlagt að lækka hitann fyrr en kjötið er lokað að utan. Þegar hitinn hefur verið lækkaður er nauðsynlegt að fylgjast vel með, passa að steikin brenni ekki að utan og einnig að hún verði ekki hrá í miðjunni, t.d. með því að skera í kjötið og skoða hver staðan er. Varast ber þó að ofsteikja kjötið því kengúrukjöt bragðast best medium eða medium rare steikt.
Nú skal setja um 1 bolla af vatni í pott ásamt hæfilegu magni af salti. Kveikja skal undir pottinum og bíða eftir suðu. Þegar suðan kemur upp er ráðlagt að setja gulræturnar út í, en brokkolí-ið aðeins síðar því það þarf styttri suðutíma. Grænmetið er svo gufusoðið þar til það er tilbúið.
Nú skal litið aftur á kengúruna. Ef rauðvínslögurinn hefur gufað upp er ekki úr vegi að skella smá lögg af olíu á pönnuna til að koma í veg fyrir bruna. Þegar sýnt er að kengúran sé að verða tilbúin er tilvalið að skúbba kartöflunum aftur á pönnuna og jafnvel bæta smá olíu við. Eins og glöggir menn vita er nauðsynlegt að snúa kengúrunni og kartöflunni reglulega við svo að koma megi í veg fyrir stórbruna og þurra steik.
Að þessu loknu skal hugað að sósugerð. Þá skal sósubréfið skoðað vandlega og leiðbeiningunum fylgt í hvívetna. Þó má bregða út af þeim og skella um hálfri dós af sveppum með ef svo ber undir. Sósan þarf ekki langan eldunartíma.
Nú, þegar allt er að verða tilbúið, er um að gera að ákveða hvort hinar grænu baunir skulu etnar beint úr dósinni eða hitaðar örlítið upp í örbylgjunni.

Hentugt getur verið að tveir einstaklingar komi að þessari eldamennsku því annar þarf að fylgjast nokkuð grannt með kengúrusteikinni sökum þess hversu viðkvæm hún er í steikingu. Sá einstaklingur sem lausari er við getur lagt á borð, skenkt rauðvíni í glös og sett ljúfa tóna undir geislann.
Nú er ekkert að vanbúnaði en að hefja matarveisluna.

Eftirréttur:
Íslensk desertegg frá Nóa Síríus, dýrindis áströlsk súkkulaðikaka og restin af rauðvíninu.

Njótið vel og verði ykkur að góðu.

p.s.
Vera má að smekkur manna sé misjafn þannig að þeir velji t.d. nautakjöt í stað kengúru og er það vel. Sökum hás kílóaverðs á nautakjöti hér syðra hef ég ekki lagt í slíka matreiðslu. Ef þið viljið frekar nautakjöt þarna norður frá þá er það í góðu lagi mín vegna. Varhugavert getur þá verið að fara eftir þessari uppskrift í einu og öllu.

20.3.08

Löng færsla

Er nú ekki kominn tími á smá uppfærslu? Það er svo langt síðan ég skrifaði eitthvað hér að ég gæti skrifað langan pistil um allt það sem við Katrín höfum verið að gera. Jæja, látum okkur nú sjá;

Sú skemmtilega staða kom upp í byrjun skólans að annað íslenskt par labbaði upp að okkur í bókabúð skólans. Eftir smá spjall var ákveðið að hafa samband fljótlega og reyna gera eitthvað. Stuttu seinna, kom skólabróðir minn úr FG upp að mér á skólalóðinni – out of nowhere. Við ákváðum að stefna að því að fá okkur kaffi saman við tækifæri. Allt í einu vorum við ekki lengur einu Íslendingarnir hér í borginni heldur 6 því parið hafði hitt annan strák sem leigði í sama húsi og þau. Nú tóku við smá pælingar um hvað skyldi gera og var ákveðið að hópurinn skyldi fara út að borða, kínverskur veitingastaður varð fyrir valinu. Við Katrín höfum farið á þennan stað áður þannig að við vissum hvað okkur langaði í, Peking önd. Við hvöttum krakkana til að smakka eitthvað fáránlegt í forrétt sem þau og gerðu. Forréttirnir samanstóðu af marglyttu, reyktum fisk, vorlaukskökum, BBQ kjúkling í salatskál með hrísgrjónum, chillikartöflum og rækjubrauði – allt saman mjög gott og misbragðsterkt.
Næsta dag fórum við svo öll 6 saman í útibíó en það er hefð fyrir útibíóum í Royal Botanical Gardens hér í borg yfir sumarmánuðina.
Helgin var mjög vel heppnuð og höfum við stefnt að því að gera eitthvað meira saman.

Um síðustu helgi skruppum við í smá ferðalag í NA-hluta borgarinnar fyrir aðeins A$2,9 eða um 200 kr/mann í lest. Það besta við þetta ferðalag okkar var að þetta reyndist heitasta helgi haustsins, um og í kringum 40°C og ekki skýhnoðri á himninum. Úthverfið sem við fórum að skoða heitir Eltham og má segja að það sé á mörkunum að geta talist til hluta borgarinnar því það var svo margt ansi sveitalegt þar að sjá. Við ákváðum að fara skoða þeirra helsta djásn, Montsalvat, sem reyndist vera minjasafn. Það sem við ekki vissum var að safnið var í útjaðri bæjarins og uppi í fjalli. Við þrömmuðum af stað frá lestarstöðinni full af orku en eftir um hálftíma göngu voru skrefin farin að þyngjast. Við spurðum því til vegar í ísbúð sem birtist upp úr þurru og fengum að vita að enn væru um 2-2,5 km á áfangastað. Áfram var haldið, upp og niður brekkur þar til við komum að skilti sem vísaði okkur á réttan stað. Þegar við tókum beygjuna blasti við okkur löng og brött brekka, ca 12-14% halli, sem töluverð umferð var um. Eftir mörg þung skref komum við að öðru skilti sem vísaði upp aðra bratta en ekki svo langa brekku. Þegar við vorum nýlögð af stað upp þá brekku stoppaði pallbíll hjá okkur. Bílstjórinn bauð okkur far með þessum orðum; “I see that the sun has got into you, do you want a ride?” Við afþökkuðum farið því það voru einungis um 200 metrar eftir. Þegar við komum svo á safnið leituðum við strax að kaffiteríunni því við vorum að drepast úr þorsta. Þegar við fundum kaffiteríuna var verið að loka henni en þjónninn sá hversu illa við vorum haldin og bauð okkur inn. Við keyptum okkur hressingu og kláruðum næstum heilan líter af vatni á innan við 5 mínútum. Nú var komið að því að skoða safnið, það reyndist ein stysta safnferð ævinnar því það var verið að loka. Nú tók hin langa ganga aftur við en nú var hún öll niður í móti. Á bakaleiðinni stoppuðum við í ísbúðinni og fengum okkur ís áður en við röltum á lestarstöðina. Þegar heim var komið vorum við svo úrvinda að við steinrotuðumst mjög fljótlega.

Að öðru leyti er lífið hjá okkur orðið ósköp venjulegt stúdentalíf í útlöndum; vakna snemma, læra, tími seinni partinn eða um kvöldið, læra kannski smá eftir tíma, borða, sofa. Jebb, kvöldmaturinn er ekki endilega kl 19, hann er bara þegar það hentar að fara elda. Undirritaður sér sko um eldamennskuna því Katrín er búin að fá nett ógeð á því að elda hinn klassíska stúdentamat. Nú spyrja sumir sig örugglega hvort við séum þá ekki bara að sulla í víni og slíku, svarið við því er stórt nei því áfengið hér er jafn dýrt og heima – mjög dýrt. Kippa af litlum bjórdósum kostar um A$13 eða um 900 kr (1AUD = ca 70 kr, var 61 þegar við fórum í febrúar).

Að veðrinu, af því að mér þykir svo gaman að minnast á það. Síðasta vika hefur verið með eindæmum góð því nokkra daga í röð fór hitinn varla niður fyrir 35°C, var oft um 40°C, þessu fylgdi að sjálfsögðu glampandi sól. Mér þótti það bara nokkuð gott en helsti gallinn við þetta var að það var frekar erfitt að sofa á nóttunni. Loftið var gjörsamlega dautt, ekki einu sinni 1 m/sek. Á 2 dögum hefur hitastigið fallið um helming því í dag, skírdag, erum við að tala um ca 20°C, skýjað og smá rok. Stuttbuxurnar fá því að hvíla sig í dag en í staðinn verður farið í fataskápinn og úr honum teknar buxur, sokkar og jafnvel langerma bolur/peysa sem hefur verið ónotað í heilan mánuð.

Læt þetta duga í bili en lofa að skrifa aftur fljótlega.
Gleðilega páska.

3.3.08

30 gradur +

Hid ljufa lif heldur afram.
Vedrid um helgina var med eindaemum gott, eda um 30 gradur og glampandi sol. Vid nyttum tetta glimrandi goda vedur i alislenskt solbad tar sem vid flatmogudum a teppi i almenningsgardi - ad sjalfsogdu uti a midju grasi tar sem var potttett ad vid fengjum ekki skugga a okkur. A sama tima hengu heimamenni undir trjanum til ad fa ekki of mikla sol a sig - hnuss.

Katrin byrjadi i skolanum i dag, var i tima milli 2 og 5, en tann tima nytti eg ad sjalfsogdu uti i solinni. Eg gekk adalgotu borgarinnar fram og til baka, solarmegin audvitad, og naut teirra 32 grada sem voru i dag.
Tad tarf vart ad nefna tad ad vatnid hefur verid drukkid i litravis undanfarna daga.

Mikid var nu gaman ad skoda mbl.is adan og sja allar snjoafrettirnar, eg sakna tess sko alls ekki.

Tar til naest, see ya mate

29.2.08

Skrytinn matur

Hid ljufa lif her i Aussie heldur afram.

Sidasta midvikudag forum vid Katrin a naeturmarkad tar sem sem ymislegt frodlegt var ad sja. Ma tar medal annars nefna nyjan bjor, Melbourne Bitter (mjog godur, faer goda einkunn), alls kyns mat og ymislegt annad. Kvoldmaturinn okkar tann daginn voru 2 ohefdbundnir borgarar, struts- og krokodilaborgarar. Satt best ad segja ma hinn hefdbundni borgari fara passa sig tvi tessir astrolsku borgarar voru bara bysna godir. Krokodilaborgarinn smakkadist likt og kjuklingaborgari en strutsborgarinn var likari hamborgara. I dessert fengum vid okkur svo hollenskar ponnukokur sem voru umluktar blondu af florsykri og venjulegum sykri, vid dyfdum teim svo i rjomatopp. Taer hollensku voru mjoooooog ljuffengar, svo nice ad vid naestum rulludum heim - sodd og sael.

I dag, fostudag, er sidasti sumardagurinn en tratt fyrir tad er vedurspa morgundagsins, 1.vetrardags, 20-25 stiga hiti og sol.


Njotid ykkar i vetrarrikinu :)

26.2.08

Melbourne er það heillin

Jebb, ég flúði vetrarhörkurnar á Norðurhvelinu. Nú er maður bara á stutturum með rjóðar kinnar vegna góðs veðurs.

Uhmm, best að skella sér út í sólina :)

13.2.08

Nýjir tímar

Framundan eru nýjir og spennandi tímar í mínu lífi - fylgist spennt með !!!

27.11.07

Deutschland Deutschland ... alles

Nu er madur barasta kominn til Tyskalands (eins og sest a stafsetningunni).

Hvad aetli eg se svo sem ad gera her i tessu landi? Jubb, i augnablikinu er eg ad heimsaekja Stefan vin minn i Karlsruhe og i vikulokin fer eg til Frankfurt til ad taka a moti skvisunni minni :D

Stefan byr vid ansi merkilega götu en hun heitir Gaußstraße. Gauß tessi var ansi merkilegur staerdfraedingur a sinum tima og eru fraedin hans enn notud i dag, t.d. Gaußdreifing i tölfraedi og adferd Gauß i fylkjareikningi. Naesta gata heitir svo Jordanstraße. Jordan tessi var annar staerdfraedingur sem gerdi lika goda hluti. Margir aettu kannski ad kannast vid Gauß-Jordan eydingu i staerdfraedinni en tar var vinnu tessara snillinga skellt saman til ad audvelda vinnu i fylkjareikningi.

I dag hef eg annars verid ad labba um midbaeinn og skoda mig um. Husin her eru i svokolludum barrokkstil sem er toluvert frabrugdnari tvi sem tekkist i Melbourne tar sem allt er i Victoriskum stil.
Karlsruhe tydir i raun hvildarsvaedi Karls en Karl var litill kongur a tessu svaedi fyrir nokkrum öldum sidan. Borgin hefur um 300.000 ibua (ca jafnmargir og bua a Islandi) og liggur i boga ut fra höllinni sem Karl let reisa her i kringum 1700. I dag tegar eg var ad ganga um endadi eg i hallargadinum an tess ad skipta um ta att sem eg gekk i, eftir tad gekk eg i gegnum haskolasvaedid og endadi a kunnuglegum slodum eda rett hja tvi sem Stefan a heima. Ta tyddi ekkert annad en ad labba bara aftur nidur i bae og reyna turistast adeins meira. Nu sit eg a netkaffihusi en tetta er tad fyrsta sem eg sest almennilega nidur i dag. A morgun aetlar Stefan ad syna mer tad sem honum finnst merkilegt her i borginni, tad hlytur ad enda vel.

Auf wiedersehen meine Freunde

p.s.
A naesta gotuhorni er Hopfner bjorverksmidjan og veitingastadur. Kannski madur skelli ser tangad adur en eg yfirgef borgina - hver veit.

27.10.07

Útskrifaður

Jæja lömbin góð, í dag var ég útskrifaður úr HÍ og hlaut lærdómstitilinn Baccalaureus scientiarum sem er í daglegu tali kallað B.Sc. Einnig hef ég heyrt þennan titil kallaðan homo economicus. Á hinu ylhýra máli er þetta kallað hagfræðingur.

Frá ritgerðarskilum hef ég unnið alltof mikið og ekki orð um það meir. Í nóvember stefni ég að því að fara erlendis til að halda upp á gráðuna í góðra vina hópi - þó sérstaklega eins ákveðins einstaklings ;)

13.9.07

BÚINN ! ! !

Loksins, loksins, loksins

Kl 14:30 í dag afhenti ég skrifstofu Viðskipta- og hagfræðideildar BS ritgerðina mína. Nú er bara að bíða og sjá hvaða einkunn ég fæ.

Framundan er því bara skóli lífsins :)

29.8.07

Kominn af fjöllum

Flestir vita þetta orðið en á tímabilinu 28.júlí til 23.ágúst hélt ég til á hálendinu með frönskum ferðamönnum. Ég breytti til og prófaði að fara í tjaldferðir fyrir karl föður minn. Til að hafa það á hreinu þá sáu túristarnir um að sofa í tjöldunum, ég svaf flestar næturnar í rútunni á þar tilgerðum svefnbekk. Þessar ferðir voru allar mjög vel heppnaðar og er aldrei að vita nema maður skelli sér í fleiri slíkar í framtíðinni fyrir rétt verð ;)
Einn stærsti kosturinn við svona ferðir er að maður sér fullt af nýjum hlutum. Ég var t.d. að koma í 1.skipti í Kerlingarfjöll, vestanmegin við Dettifoss, í Öskju, Gæsavatnaleið og á Sprengisand. Að sjálfsögðu fækkar þá stöðunum sem maður á eftir að heimsækja en þessir staðir eru vissulega þess virði að skoða nánar. Það eftirminnilegasta við þessar ferðir er nú samt snjókoman í Öskju og á Gæsavatnaleið. Já, snjókoma í ágústmánuði. Þess má reyndar geta að tjaldstæðið í Öskju er ca 900 m.y.s. og Gæsavatnaleið liggur eftir norðanverðum Vatnajökli.

Nú tekur alvaran aftur við, dem it. Skiladagur á ritgerðinni er 13.sept og henni verður ekki frestað lengur, nú er að duga eða drepast.

27.7.07

Ísland - Ástralía - Ísland

Ferðinni var sem heitið til Ástralíu, kemur eflaust fáum á óvart.
Í upphafi stóð til að vera 6 vikur down under en nokkrum dögum fyrir brottför kom í ljós að litla systir væri að flytja til USA í allt að 4 ár. Ákveðnir einstaklingar innan fjölskyldunnar sáu til þess að ég ætti kost á því að koma fyrr heim svo ég gæti kvatt litlu systir almennilega. Vissulega var þetta erfið ákvörðun en ég tel langtíma áhrifin vera mun sterkari/jákvæðari en skammtíma.

Ferðin til minnar heittelskuðu var frábær í alla staði þrátt fyrir einn kaldasta og blautasta vetur þarna niður frá í áraraðir. Við vorum mjög dugleg að skoða okkur um og nýttum lestarkerfi fylkisins eins og kostur var. Ein besta lestarferðin var í lítinn bæ norð-vestur af Melbourne sem heitir Daylesford. Þessi bær er ca 700 m.y.s. og vægt til orða tekið svolítið lummó bær. Ég held ég geti ekki nefnt nokkurt krummaskuð hér á klakanum sem er eins aftarlega á tæknistiginu. Dæmi um hversu aftarlega þessi bær er má nefna opinn eld í flestum húsum sem kynding og hundadallar fyrir framan hverja verslun. Það besta við þennan bæ er samt nuddstofa sem við Katrín kíktum á, eflaust það eina nútímavædda í bænum. Við fórum í 60 mín slökunarnudd sem var alveg yndislegt (það tók okkur næstum aðrar 60 mín að safna orku til að fara af stað heim).
Annar flottur bær/borg sem við kíktum í heitir Bendigo (ca 100.000 íbúar). Þessi bær er the town fyrir gullleit í Ástralíu en þar hafa verið virkar gullnámur í ca 2 aldir. Undir stórum hluta bæjarins eru enn menn að störfum í gullnámunum en við kíktum niður í eina þeirra. Eftir hreint út sagt mjög leikræna leiðsögn hófst gullleitin sjálf og uppskárum við nokkrar gullflísar en þær eru víst aðeins og litlar svo það borgi sig að gera eitthvað úr þeim. Samt sem áður, við eigum gull sem við fundum sjálf og án þess að borga offjár fyrir :)

Ég gæti haldið endalaust áfram því við vorum svo dugleg að skoða okkur um, aldrei að vita nema það komi barasta seinna. Læt þetta samt duga í bili því ég vil ekki drepa ykkur af of löngum færslum.

Smá mont í lokin;
Á meðan ég var down under fékk Katrín einkunnirnar sínar úr skólanum. Í stuttu máli sagt þá var það svo að hún fékk líka þessar flottu einkunnir sem gerðu það að verkum að hún hefur nú lokið eins og einni MS gráðu. Nú tekur önnur MS gráða við hjá henni (ein sem getur ekki hætt að læra - hehe). Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég varð montinn og stoltur af henni síðustu vikuna. Til hamingju með gráðuna ástin mín :D

22.6.07

Ferðalag

Fyrir höndum er eitt lítið ferðalag, giskið þið nú.

Nánari upplýsingar síðar

25.5.07

6 ein í BS :)

Þá er komið að því, síðasta prófið er að baki sem var staðið með sæmilegri plikt. Nú er einungis eftir að skila nokkurra blaðsíðna blaðri (skeinipappír eins og ónefndir frændur kalla það) og þá er gráðan komin. Loksins loksins loksins.

Tilfinningin í gær, fimmtudag, þegar einkunnin kom í hús var örugglega svipuð og þegar fólk hefur eignast erfingja því ég sveif bókstaflega í lausu lofti frá hádegi.
Þá vitið þið það, 20.október 2007 verður stór dagur í mínu lífi :)

15.5.07

Oddi að næturlagi

Nú verða sagðar fréttir:

Prófið gekk bara ágætlega. Nú er bara að vona að einkunnin verði réttu megin við línuna :P

Ritgerðin; Þessa vikuna verður vakað ca 3/4 sólarhringsins til að reyna ná því að skila á réttum tíma því skiladagur er á föstudag.
Guði sé lof fyrir Stúdentakortið :P

Aftur skal snúið að blessuðu ritgerðinni, bless í bili

p.s.
Óþarfi að hafa áhyggjur af mér og svefnleysi, sef nóg þegar ég drepst.

5.5.07

Hér er ég

Ég er sko lifandi, fyrir þá sem hafa kannski haldið annað.
Nú er bara sá leiðinlegi tími sem kallast próftími og deadline á BS ritgerð sem útskýrir bloggleysið undanfarið.

Próf kl 9 mánudaginn 7.maí og deadline á BS 18.maí. Vonandi gengur þetta allt saman upp á réttum tíma.

Smá innsýn í mín skemmtilegu fræði sem ég er að læra fyrir prófið, ykkur til fróðleiks og skemmtunar:

OLS: Grunnurinn í hagrannsóknum, til í nokkrum útgáfum.
GLS: Ein af útgáfum OLS.
SUR: Seemingly unrelated regression - þetta er ferskur GLS metill.
IV estimator: Hjálparbreytumetill fyrir GLS, einstaklega skemmtilegur.
ML (metill mesta sennileika): Allar mögulegar líkindadreifingar geta komið hér við sögu.
LOGIT: Enn annar metillinn, þessi byggist reyndar á ML og exponential dreifigunni.

Er einhver enn að lesa (fyrir utan Guðjón, því hann er líklegast sá eini sem skilur þetta)? Fyrir áhugasama þá geta ég frætt ykkur á því að þetta er bara brota brot. Ég gæti verið í alla nótt að skrifa þetta allt upp ef ég nennti því.

20.4.07

Pæling

Ég fór að gefa klæðaburði fólks auga áðan á kaffistofunni nú þegar prófatíðin er að komast í gang. Eins og margir vita er Hlaðan nokkuð stór og alls kyns fólk að lesa þar og því er um alls kyns klæðaburð að ræða.
Hver nennir virkilega að klæða sig fínt og jafnvel að hafa sig til þegar stefnan er sett beint á hina eitilhressu Hlöðu? Sjálfur reyni ég hvað ég get að vera í sem þægilegustu fötum þegar ég hef verið í prófum og jafnvel sleppt því að raka mig í nokkrar vikur - eins og núna.
Þessar pælingar komu upp hjá mér áðan þegar ég tók eftir vinkvennahóp á kaffiteríunni sem var nokkuð vel klæddur, málaðar, á hælum u.s.w. Ætli þær hafi haldið að þetta sé þess virði þegar langflestir gestir Hlöðunnar eru að hugsa um allt annað en að höstla næsta aðila af gagnstæðu kyni? Svo er nú reyndar alltaf sá möguleiki fyrir hendi að þeim líði nú bara best í drögtunum sínum, með málninguna í andlitinu og á hælum - tilbúnar á ballið.

Pæling

3.4.07

Úti er ævintýri

Eigum við eitthvað að minnast á hvernig þessar álverskosningar fóru? Fyrir þá sem ekki vita þá var það svo að hópur þröngsýnna vitleysinga (a.k.a. Sól í Straumi) æsti múginn upp í það að kjósa gegn stækkun álversins. Ég hef nú þegar heyrt af fólki sem sér eftir því að hafa kosið gegn stækkuninni því núna fyrst fattar það hvað það var að kalla yfir sig.

Ég sendi inn athugasemd á heimasíðu þessa þröngsýnu vitleysinga við færslu þar sem úrslitunum var fagnað, þeim hefur verið eytt. Athugasemdin hljóðaði svo; Pereat.

(Pereat er tilvísun í sögu Lærða skólans fljótlega upp úr 1850)

27.3.07

Bjór og léttvín í búðir

Smá meir - annað efni sem ég vildi ekki hafa með í hinni færslunni

Í vísó í Víking var fyrirlesarinn spurður um álit fyrirtækisins á því ef einkasala ÁTVR af bjór og léttvíni yrði afnumin. Svarið var á þá leið að Víking er á móti því á þeim forsendum að lágvöruverðsverslanirnar tækju þá yfir markaðinn og þá eingöngu með örfáar tegundir. Þetta sjónarmið er gott og gilt, þá sérstaklega ef hugsað er um hagnaðarhámörkun fyrirtækja. Þegar ég ætlaði að fara reyna koma með eftirfarandi "dæmisögu" þá var eins og hún neitaði að hlusta því þetta væri það eina rétta frá sjónarhorni fyrirtækisins.
Ef við aftur blöndum aðeins saman hagnaðarhámörkun fyrirtækja og nytjahámörkun einstaklinga þá gætum við fengið annað svar.

Segjum sem svo að Bónus og Krónan muni bjóða upp á max 3 tegundir af ódýrum lagerbjór, líkt og Nettó í DK, en að Hagkaup og Nóatún einbeiti sér að vinsælli tegundum, t.d. Tuborg, Carlsberg, Thule og Víking.
Einstaklingur sem horfir einungis í krónur p/dós myndi þá líklegast versla nær eingöngu í Bónus og Krónunni en einstaklingur sem velur gæði fram yfir verð er þá reiðubúnari að borga meira og fer því frekar í Hagkaup eða Nóatún. Inn í þetta val spilast einnig tekjur einstaklingsins því að eftir því sem einstaklingur hefur hærri tekjur því reiðubúnari er hann að greiða hærri fjárhæð gegn því að fá betri gæði (alveg eins og með fæði stúdenta á námsárunum, það er allt annað en eftir útskrift sökum hærri tekna).
Það hefur reyndar oft tíðkast á meðal Íslendinga að spáð sé meira í magnið en gæðin þegar kemur að bjórdrykkju og í því samhengi myndu lágvöruverðsverslanirnar vinna en nú í seinni tíð hefur þróunin snúist við, að ég held. Það hefur tekið landsmenn 18 ár að læra meta bjórinn og fara haga drykkjunni meira í átt að gæðum en magni, ég er svo sem engin undantekning á því frekar en allir hinir.

Hvað með hlið fyrirtækjanna. Þau horfa jú helst á selt magn af sinni framleiðslu. Þær ölgerðir sem starfa hér á landi eru líklegast hræddar við það að lágvöruverðsverslanirnar fari að snúa sér að innflutningi á ódýrum bjór, ég skil það sjónarmið mjög vel. Í upphafi frjálsrar verslunar má að vísu reikna með því að verslun með innfluttan ódýran bjór verði meiri en öðrum bjórum en með tímanum má fastlega gera ráð fyrir því að þetta jafnist allt saman út. Landsmenn munu þá snúa sér aftur að innlendri framleiðslu ef það yrði sú bjórtegund sem þeim myndi líka best við. Þannig myndi draga úr markaðshlutdeild innflutta bjórsins og hlutdeild innlenda bjórsins myndi aukast. Auðvitað gerist þetta ekki allt saman á einu augnabliki, frekar svona á 2-3 árum max.

Ef þetta er svo summað upp kemur eftirfarandi niðurstaða, ef niðurstöðu má kalla:
Báðir aðilar á markaðnum, fyrirtækin og neytendurnir, hugsa fyrst og fremst um nytja- og hagnaðarhámörkun (sem er nokkurn veginn sami hluturinn). Frjáls innflutningur mun að öllum líkindum leiða til verðlækkunar á ölinu sem myndi þá þýða það að neytendur snúi sér strax að ódýrari vörunni, að því gefnu að þeir hugsi ekki um gæðin. Innflutt öl hefur hér fengið hlutverk ódýrari vörunnar. Fyrstir til að finna fyrir samdrætti væru því innlendir framleiðendur, en þó aðeins tímabundið eða á meðan hagkerfið kemst aftur í jafnvægi. Þegar jafnvægi væri náð er um hámark neytenda og framleiðenda að ræða því báðir aðilar hafa fundið sína kjörstöðu á markaðnum, þ.e. neytendurnir hafa fundið hvaða neysla hentar þeim best og fyrirtækin hafa fundið út hvaða framleiðslumagn hámarkar þeirra hagnað.

Var einhver sem skildi þetta allt saman, ef svo er, hvert er þá álit ykkar?

Mitt mat á þessu er það að ölgerðirnar þurfa ekki að óttast of mikinn samdrátt því fólk er farið að átta sig á gæðum frekar en magni, nema þá helst námsmenn sem hugsa akkurat um andhverfuna - fá sem flestar dósir fyrir peninginn.

Hringferð

Skellti mér í hringferð um landið ásamt 10 krökkum sem flest voru MS nemar í umhverfis- og auðlindafræðum, að sjálfsögðu var ég við stýrið - glætan að ég myndi nenna hanga í rútu í 5 daga og bíða eftir næsta stoppi.

Ferðin í heild var hin besta skemmtun en langbest fannst mér samt að skoða landið okkar í vetrarbúningnum.
Útlitið í upphafi var nú ekki alltof gott því ekki var ferðaveður út úr borginni sökum skafrennings á Sandskeiði en það bjargaðist á síðustu stundu. Við fengum gott veður aðra daga ef frá er talinn dagurinn sem við keyrðum heim því þá var rok og rigning.
Allir vegir sem voru X metrum yfir sjávarmáli voru umkringdir snjó og klaka en merkilegt fannst mér samt hvað það var lítil hálka. Leiðinlegasti parturinn fannst mér vera keyrslan upp að Kárahnjúkum því þar var AKKURAT ekkert að sjá nema endalaust af vinnuvélum. Eftir þann krók sannfærðist ég um þá skoðun mína að ég sé ekkert að því að búa til þessa stíflu og og virkja þá orku sem Jökla hefur að geyma. Ég var reyndar einn um þá skoðun í ferðinni því fólkið er jú að læra um mest allt það slæma sem svona framkvæmdir hafa á umhverfið, svolítið litað af viðhorfi kennarana. Orkan í Jöklu er auðlind sem vert er að nýta til góðra verka fyrir hagkerfið okkar en það mun á endanum koma öllum til góða, líka mótmælendunum. Því geta fáir hafnað.
Ferðinni var svo slúttað með vísó í Víking á Akureyri þar sem fram fór mjög svo vísindaleg umræða um umhverfisstefnu fyrirtækisins.

Nú þýðir ekki að hanga lengur við bloggskrif, námið kallar. Þar til næst ...