Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

1.9.06

BS-inn nálgast

Nú eru aðeins 9 einingar eftir í hina langþráðu B.Sc gráðu mína. Það er þó háð því að sá kennari sem á eftir að skila skili hagstæðri einkunn. Nú er bara að krossa fingur og vona það besta.

Af ritgerðinni er það að frétta hún gengur þó hægt sé. Deadline-ið er 25.sept nk og vonandi mun það ekki klikka þannig að ég mun taka í spaðann í Stínu rektor 4 vikum síðar :)