Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

27.2.06

Þynnkublogg

Jæja þá er þessi helgi að baki. Þessarar helgar verður fyrst og fremst minnst vegna gífulegrar þynnku sem hrjáði mig í gær. Sem dæmi um það þá tók það mig rúmar 3 klst að koma mér á fætur og aðrar 4-5 klst að hressa mig við þannig að ég gæti gert eitthvað annað en aumingjast heima.

Ástæða þessarar gífurlegu þynnku var mögnuð árshátíð Háskólakórsins sem haldin var á laugardaginn. Ætli ég geti ekki kennt rauðvíninu um ca 50% af þynnkunni.

Það er ekki laust við að þegar þetta er skrifað, rétt um 11 am á mánudegi, að maginn sé enn að jafna sig. Djöfull er maður orðinn gamall, slappur í nokkra daga eftir smá skrall ;)

24.2.06

Skrýtinn kennari

Það hefur löngum vilja loða við Háskólakennarana að þeir séu frekar skrýtnir. Það er einn slíkur að kenna mér.
Þessi ákveðni kennari hugsar allt í fylkjum og vektorum enda með BS próf í stærðfræði og Ph.D í tölfræði og hagrannsóknum. Ætli Hóa og Hannes séu jafnrugluð? Það er góð spurning ;)
Ok, af hverju fer ég að skrifa þetta? Jú, málið er að í upphafi annarinnar þá kom það í ljós að fjárheimild til kúrsins var þannig að dæmatímarnir áttu bara að vera 6 en ekki 12 eins og hann vildi. Nú eru þessir 6 tímar búnir og nemendurnir héldu nú að þeir gætu farið að læra bókina en ekki bara leyst verkefnin sem hann leggur vikulega fyrir. Nei nei, í síðasta dæmatíma tilkynnti hann það að hann ætlaði sér að hafa dæmatíma út önnina þrátt fyrir að fá ekki borgað fyrir það.
Á mínum langa ferli í HÍ hef ég aldrei lent í svona dæmi, yfirleitt kenna þessir gaurar bara þá tíma sem þeir fá greidda.

Niðurstaða; Þessi karl er skrýtinn.

17.2.06

klukkeri klukk

Þar kom að því, ég var ,,klukkaður"

4 vinnur sem ég hef unnið um ævina
Kjörstjórn í kosningum
Búðarstrákur
Garðyrkju
Rútukarl

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur
Finnst leiðinlegt að horfa oft á sömu bíómyndina.

4 sjónvarpsþættir sem ég fíla
Fréttir
CSI, ekkert möst að horfa samt
Law&order, ekkert möst að horfa samt
???

4 staðir sem ég hef búið á
Hef búið á þremur stöðum í Hafnarfirði.

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum
Benidorm, Spáni
Algarve, Portúgal
Kaíró, Egyptalandi
Köben

4 síður sem ég skoða daglega
hí-mailið
mogginn
bloggið hennar Katrínar
kórspjallið
og fullt til viðbótar

4 matarkyns sem ég held uppá
Kjúklingapottréttur
Gúllash með hrísgrjónum
Grjónagrautur með fullt fullt af rúsínum
Soðin ýsa með kartöflum

4 staðir sem ég vildi helst vera á núna
Í Melbourne hjá Katrínu
Í Melbourne hjá Katrínu
Í Melbourne hjá Katrínu
Í Melbourne hjá Katrínu

Á maður svo ekki að reyna ,,klukka" einhvern sem hefur ekki verið klukkaður? Alla vegana þá ,,klukka" ég Katrínu og Guðjón.

9.2.06

Katrín bloggar

Eins og sönnum Íslending sæmir er Katrín Ásta farin að blogga beint frá Melbourne. Slóðin er; www.katrin-i-astraliu.blogspot.com

Það er aldrei að vita nema maður kíki á þá síðu reglulega ;)

8.2.06

Stúdentapólitíkin

Í dag og á morgun geta stúdentar við HÍ kosið til Stúdenta- og Háskólaráðs. Það er eitt sem breytist ekki í þeirri baráttu og mun líklegast ekki breytast á næstu árum en það eru námslánin.

Persónulega finnst mér námslánin vera allt allt of há. Hvað hefur námsmaður að gera við rúmar 100.000 krónur á mánuði? Sáralítið.
Leiga á Görðunum er allt að 50.000 krónur á mánuði, þokkalegur matarreikningur fyrir einstakling er um 30.000 krónur. Þurfa námsmenn eitthvað meira? Ekki tel ég það vera því ef þeir telja sig þurfa á hærri framfærslu að halda í hverjum mánuði þá geta þeir bara hysjað upp um sig brækurnar, skipulagt tímann sinn og unnið smá með náminu.

Ég þekki þó nokkur dæmi þess að vinir og kunningjar hugsi um það eitt að vinna sem stystan vinnudag (8-4 eða 9-5) til þess eins að fá ekki skert námslán. Þessi hugsun finnst mér vera svo kolröng því frítími námsmanna á að nýtast eins og kostur er í tekjuöflun.
Eins og margir vita eflaust hef ég horfið af yfirborði jarðar, eða því sem næst, um leið og skólinn hefur klárað í maí og unnið eins og vitleysingur til hausts. Hvað hef ég grætt á því? Jú, ég hef haft ca tvö- til þrefalt hærri tekjur að jafnaði en vinir og kunningjar um sumarið. Þar að auki hef ég ekki haft tíma til að eyða þessum fjármunum yfir sumarið þannig að þegar veturinn byrjar er ég í góðum málum fjárhagslega. Á sama tíma, að hausti, koma þeir námsmenn sem hafa aðeins unnið sína 8 klst vinnudaga - 5 daga vikunnar í skólann staurblankir eftir allt djamm sumarsins og byrja á því að væla í bönkunum um yfirdráttarlán svo þeir geti nú haldið áfram að djamma og djúsa á milli þess sem þeir líta í bók yfir vetrartímann þar til námslánin koma inn á reikninginn.

Lokaorð
Ég legg því til að námslánin verði lækkuð niður í 80.000 kr á mánuði og námsmenn hætti að væla um hvað það sé erfitt að vera námsmaður á Íslandi. Ef þið þurfið á meiri pening að halda þá skuluð þið bara fara vinna fyrir ykkur. Fólk á að koma sér áfram á eigin verðleikum en ekki á sósíalnum. Einstaklingsframtakið er það sem gildir en ekki velferðarhagkerfi vinstrimanna eins og Ísland virðist vera.
Ég mun skila auðu í Stúdentakosningunum.

6.2.06

Þá er hún farin, en ég elti

Jæja þá er Katrín farin á vit ævintýranna.
Þegar þetta er skrifað er hún að rölta um á Heathrow og bíða eftir fluginu til Melbourne en hún þarf að bíða í ca 10 klst.

Ég ákvað í síðustu viku að skoða flug út í sumar og viti menn, fann ég ekki bara flug fyrir ca 95 kall. Ég skellti mér bara á það þannig að ég mun vera erlendis á tímabilinu 21.júní - 13.júlí í sumar. Í staðinn þá ákvað ég að sleppa kórferðinni til Finnlands í maí, æææ (not).

Hvað haldið þið svo að hafi verið síðasta verk kappans áður en stúlkan fór af landinu í 10 mánuði (í þessari lotu)? Nú auðvitað dró ég upp hring eins og sönnum karlmanni sæmir. :o)