Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

30.1.06

Vika í einsemd

Jæja, nú er aðeins vika þar til Katrín yfirgefur mig og heldur á vit ævintýranna á suðurhveli jarðar. Í síðustu færslu óskaði ég eftir aðila sem gæti fryst tímann en enginn hefur gefið sig fram. Anyone?

Af þessu tilefni skelltum við okkur á Apótekið á laugardagskveldið. Þar fengum við okkur dýrindis máltíð, 3 rétta, og fullt af víni. Að vísu þurftum við líka að borga fyrir það en það var sko vel þess virði. Mæli með Apótekinu, hiklaust.

Nú er bara málið að nýta þessa síðustu viku eins og kostur er því við munum ekki hittast aftur fyrr en í fyrsta lagi í haust nema eitthvað stórkostlegt gerist.

23.1.06

Gleðilegt árið

Jæja, þá er nýtt ár hafið og rúmlega það

Hvernig stendur á því að sólarhringurinn hefur aðeins 24 klst? Það er eiginlega of lítið, sérstaklega þegar maður þarf orðið að sofa í ca 10 tíma á nóttu. Er það kannski bara leti? Gæti verið.

Hér með er óskað eftir aðila sem getur fryst tímann varanlega. Ástæða þessarar óskar er sú að bráðlega verð ég skilinn eftir á Klakanum því Katrín er að fara til Melbourne í MSc nám. Frystingin þarf að duga fram í október, eða svo, því þá stefni ég á að klára mitt nám.