Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

5.4.04

Skólinn

Jæja núna eru allir fyrirlestrar búnir og því er engin afsökun lengur til fyrir því að fara ekki að blogga oftar. Það eina sem gæti komið í veg fyrir dagleg blogg eru páskarnir en þeir eru jú um næstu helgi.

Látum þetta allt koma í ljós.

Stórtónleikar

Síðasta miðvikudag söng kórinn á risavöxnum tónleikum í Langholtskirkju. Þar voru sungin 3 verk, hvert öðru glæsilegra. Til að toppa tónleikana fengum við lítinn ellefu ára gutta til að syngja einsöng í síðasta verkinu. Það var líka mjög gott því við fengum fría auglýsingu í lok fréttanna daginn áður þar sem hans kafli var sýndur, hann er lítill engill. Hann hreif fólkið heima í stofu svo mikið að það troðfyllti kirkjuna, sem betur fer því við þurftum að fylla kirkjuna til að koma út á núlli.

Nú eru tónleikarnir afstaðnir og þá þýðir ekkert annað en að fara læra og fara skipuleggja þessa 60 manna utanlandsferð sem er á dagskránni strax eftir prófin.

Auf Wiedersehen