Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

24.8.05

BS ritgerð

Eftir smá umhugsun og meldingu á hugsanlegu ritgerðarefni var ákveðið að sjóða saman smá hugmynd og var það sent til eins prófessorsins við deildina. Það liðu ekki nema 2 klst frá því að ég sendi fyrirspurn til hans þar til að hann svaraði. Svarið var jákvætt.

Ritgerðarverkefnið mun snúast um hópferðabíla (langferðabifreiðar eins og sumir segja) og vissa hluti tengda þeim.
Leiðbeinandi verður; dr. Þórólfur Geir Matthíasson prófessor

Endalokin nálgast, jibbi jey

17.8.05

Blogga vs læra?

Svarið við þessari spurningu er einfalt: BLOGGA
Ástæðan er nefnilega sú að næsta próf er heimspekidæmi, þurr og drepleiðinlegur lestur.

Smá update frá því síðast:
Fullt fullt af vinnu og túristum, Katrínu til mikillar gleði og ánægju (not).
Helgarferð í Flatey á Breiðafirði. Ath; ég heiti því hér með að fara aldrei aftur með ferju ef það eru meira en 2 m/s ég var nefnilega grænn í framan í ca 2 klst í þó nokkrum öldugangi.
Smá útilega upp í Hvalfjörð þar sem sólin var nýtt helst til of mikið því við brunnum mikið. Er enn að flagna ca mánuði seinna.
2 sumarpróf, er hálfnaður þegar þetta er skrifað.

Hvað finnst fólki um þetta Baugsdæmi?
Ég er nokkuð sáttur við það að þetta lið verði loksins tekið á beinið og látið borga til samfélagsins. Þetta fyrirtæki kemur öllum sínum peningum fram hjá kerfinu en heimtar svo alla þá þjónustu sem kerfið býður upp á. Hvernig stendur á því að forstjórinn og hans fólk er aðeins skráð með nokkra hundraðkalla í laun á mánuði þegar vitibornir menn vita að launin séu margfalt hærri? Hvað finnst ykkur?