Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

29.3.06

Helgin búin ... tónleikar framundan

Hafið þið skoðað kommentin við síðustu færslu? Hverjum dettur í hug að bóna skítuga/-n rútu/bíl í frosti? Ég hallast að því að yfirmaður minn hafi ekki verið með öll heilahvelin í gangi um helgina þegar hann kommentaði. Hann er líka Reykvíkingur, greyið hann.

Annars var helgin fín þó minna hafi orðið úr djammi en ætlað var. Helsta ástæða þess var mikil snjókoma sem var á Akureyri seinni part laugardags, skynsemin tók fram fyrir hendurnar á mér. Ég vildi ekki vera þunnur að keyra kjaftfulla rútu við misgóð akstursskilyrði. Ég hefði nú samt alveg getað drukkið meira því það hafði bara snjóað á Akureyrinni og hvergi annars staðar á minni leið. (Nú kommentar örugglega yfirmaðurinn aftur, greyið Reykvíkingurinn)
Síminn hf var styrktur vel um helgina, ekki fleiri orð um það nema þó það að um long distance símtöl var að ræða.

Svo um næstu helgi er Háskólakórinn með tónleika í Neskirkju. Fjöldi verka er á dagskrá sem er vel þess virði að koma og hlusta á. Miðaverð er "aðeins" 2000 isk en miðana er hægt að nálgast hjá mér.

25.3.06

Blogg frá Akureyri

Jebb, titillinn er réttur.

Sit nú á Amtbókasafninu á Akureyri og læri. Ég er hér með um 40 fótboltastráka úr Breiðholtinu sem eru að keppa á Goðamótinu í innanhúsbolta í Boganum, íþróttahús Þórs.
Í dag, laugardag, er frídagur þannig að dagurinn hefur verið nýttur í lærdóm.
Í gærkvöldi var kíkt út á lífið en sökum þreytu var það stutt. Stefnt er á að bæta úr því í kvöld en þó verð ég að vera spakur því ég þarf að keyra í bæinn á morgun og spáin er ekki alltof góð fyrir Norð-Vestur hlutann, skafrenningur og skemmtilegheit.

Hér er stillt en skítakuldi, eins gott að maður tók með sér hlý föt.

Sjallinn í kvöld? Kemur í ljós, en það er einmitt næsta hús við mig

21.3.06

Jæja þá

Jæja, smá blogg því ég er ekki nógu duglegur bloggari

Hvað ætli sé nú búið að gerast hjá mér síðan síðast? Jú, látum okkur nú sjá.
Ég fór á vægast sagt mjög slappa árshátíð í vinnunni fyrir rúmri viku og komst þá að því að ég fékk ekki stöðu framkvæmdastjóra sem ég sótti um innan fyrirtækisins eftir að hafa verið hvattur til þess af samstarfsfélögum og fyrrverandi framkvæmdastjóra. Miðaldra lögfræðingur tók við þessu starfi.
Síðasta vika einkenndist af miklu stressi því ég skilaði ritgerð sem gildir a.m.k. 40% af lokaeinkunn um sögu gengismála á Íslandi og svo djöfullegum dæmum daginn eftir. Reyndar var sami skiladagur á þessu tvennu en ég náði því ekki. Karlinn gefur hvort eð er ekki einkunnir heldur merkir hann bara við hverjir skila. Svo tóku við dæmi sem ég á að skila í dag, það reddast alveg.
Um nýliðna helgi var ég svo vestur á Snæfellsnesi með hóp af AFS skiptinemum sem voru í svokallaðri menningarferð. 40 stk háværir unglingar og 11 stk Íslendingar sem sáu um að allt gengi vel fyrir sig. Ég skal nú alveg viðurkenna það að ég hef nú sofið betur enda svaf ég á dýnu í borðsalnum sem var öðru megin við örþunnan vegg en hinu megin var salurinn sem krakkarnir sváfu.
Í gær kláraði ég svo að borga ferðina til Ástralíu í sumar. Hafði gengið hálfilla og ég komst þá að því að erlenda úttektarheimildin var ekki nógu há. Mín mistök. Tapaði á því um 7000 kr.

Næsta helgi verður svo á Akureyri með um 50 fótboltakrakka. Ég mun gista 2 nætur þar og verður fyrri á Hótel KEA og síðari á ekki verri stað, eða Hótel Norðurland. Grand helgi framundan :o)

7.3.06

smá bloggfærsla

Er ekki kominn tími á smá blogg???

Sá hérna smá tékk-lista á einni síðu sem ég ákvað að stela (takk Anna Ósk) ;)

(x) reykt sígarettu, höfum það í fleirtölu
(x) klesst bíl vinar/vinkonu- jebb, bæði eigin og rútu
() stolið bíl
(x) verið ástfangin/n :-) og er það enn
(x) verið sagt upp af kærasta/kærustu
() verið rekin/n úr vinnu
(x) lent í slagsmálum, í dyravörslu
() læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum.
(x) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki
(x) verið handtekin/n, versta setning ævinnar sem ég hef heyrt (snemma að morgni)
() farið á blint stefnumót
(x) logið að vini/vinkonu, hver hefur ekki gert það?
(x) skrópað í skólanum, hefur komið fyrir
() horft á einhvern deyja
() farið til Canada
() farið til Mexico
(x) ferðast í flugvél
() kveikt í þér viljandi
() skorið þig viljandi
(x) borðað sushi
() farið á sjóskíði
(x) farið á skíði, góð tilraun til sjálfsvígs
(x) farið á tónleika
(x) tekið verkjalyf
(x) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna, vil mikið frekar vera í Ástralíu núna
() legið á bakinu úti og horft á skýin
(x) búið til snjóengil
(x) haldið kaffiboð
(x) flogið flugdreka
(x) byggt sandkastala
(x) hoppað í pollum, örugglega í æsku
() farið í "tískuleik" (dress up)
(x) hoppað í laufblaðahrúgu, örugglega í æsku
(x) rennt þér á sleða
(x) svindlað í leik, það er ekki til heiðarlegur spilari
(x) verið einmana, t.d. núna
(x) sofnað í vinnunni/skólanum, þurrar skólabækur eru ávísun á góðan svefn
() notað falsað skilríki
(x) horft á sólarlagið
(x) fundið jarðskjálfta, síðast í gær kl 14:31
(x) sofið undir berum himni
(x) verið kitluð/kitlaður
() verið rænd/rændur
(x) verið misskilin/n, hver hefur ekki lent í því?
() klappað hreindýri/geit/kengúru
(x) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunaskyldu að vettugi, maður stoppar nú ekki svo auðveldlega á stórri rútu
() verið rekin/n eða vísað úr skóla
() lent í bílslysi
() verið með spangir/góm
(x) liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni
() borðað líter af ís á einu kvöldi
() dansað í tunglskininu
(x) fundist þú líta vel út, ég er sáttur við mitt útlit
() orðið vitni að glæp
() efast um að hjartað segði þér rétt til
() verið gagntekin/n af post-it miðum (þið vitið - þessum gulu)
() leikið þér berfætt/ur í drullunni
() verið týnd/ur
(x) synt í sjónum, í útlöndum
() fundist þú vera að deyja
(x) grátið þig í svefn, mínar ástæður fyrir því
(x) farið í löggu og bófa leik, í æsku
() litað nýlega með vaxlitum
(x) sungið í karaókí, síðast í köben 2002
() borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum
(x) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki
(x) hringt símahrekk
(x) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér
(x) stungið út tungunni til að ná snjókorni, örugglega einhvern tímann
() dansað í rigningunni
() skrifað bréf til jólasveinsins
() verið kysst/ur undir mistilteini
() horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um
(x) blásið sápukúlur
() kveikt bál á ströndinni!
(x) komið óboðin/n í partý
() verið beðin/n um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin/n í
(x) farið á rúlluskauta/línuskauta, önnur tilraun til sjálfsvígs
(x) hefur einhver óska þinna ræst, gæti verið
() farið í fallhlífastökk
() hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig
(x) gert þig af þvílíku fífli fyrir framan fullt af fólki, hafa ekki allir gert það?
(x) kysst einhvern af sama kyni, bara múttukossa
(x) farið nakin í sund
() rennt þér á grasinu á snjóþotu
() verið sett í straff
() logið fyrir vini þína
(x) liðið yfir þig, þegar litla systir "veiddi" mig
() fengið sms frá einhverjum sem þú veist ekkert hver er og byrjað að spjalla við manneskjuna
(x) eyðilagt eitthvað sem vinur þinn átti