Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

29.3.06

Helgin búin ... tónleikar framundan

Hafið þið skoðað kommentin við síðustu færslu? Hverjum dettur í hug að bóna skítuga/-n rútu/bíl í frosti? Ég hallast að því að yfirmaður minn hafi ekki verið með öll heilahvelin í gangi um helgina þegar hann kommentaði. Hann er líka Reykvíkingur, greyið hann.

Annars var helgin fín þó minna hafi orðið úr djammi en ætlað var. Helsta ástæða þess var mikil snjókoma sem var á Akureyri seinni part laugardags, skynsemin tók fram fyrir hendurnar á mér. Ég vildi ekki vera þunnur að keyra kjaftfulla rútu við misgóð akstursskilyrði. Ég hefði nú samt alveg getað drukkið meira því það hafði bara snjóað á Akureyrinni og hvergi annars staðar á minni leið. (Nú kommentar örugglega yfirmaðurinn aftur, greyið Reykvíkingurinn)
Síminn hf var styrktur vel um helgina, ekki fleiri orð um það nema þó það að um long distance símtöl var að ræða.

Svo um næstu helgi er Háskólakórinn með tónleika í Neskirkju. Fjöldi verka er á dagskrá sem er vel þess virði að koma og hlusta á. Miðaverð er "aðeins" 2000 isk en miðana er hægt að nálgast hjá mér.

4 Comments:

At 5:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Keyra ekki þunnur? Forðast s.s. brennt barn eldinn???

 
At 6:33 f.h., Blogger Katrin said...

borgar sig ekkert að vera taka sjensinn, eins og þú veist ;o)

endilega forðast það að stefna sjálfum sér í stórhættu, farþegunum og öðrum í umferðinni!

 
At 8:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

vera vel hress við aksturinn.
voru símtölin mörg?

 
At 10:33 e.h., Blogger �engill said...

Alveg sama hvort það hefði verið hásumar, auðir vegir og logn þá keyrir maður ekki rútu, né keyrir yfirhöfuð, þegar maður er þunnur.
Þetta átt þú að vita Jón minn af biturri reynslu!!! ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home