Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

22.11.05

Hr. Klaufi

Ég er nú meiri djöfulsins klaufinn!!!
Haldið þið ekki bara að karlinn hafi verið orðinn pínu stressaður yfir því að ein skitin 10% ritgerð hafi ekki verið að ganga nógu vel þegar það var rétt rúmur sólarhringur í deadline. En nei, skilin er viku síðar - í næstu viku.
Af hverju er ég þá klaufi? Jú, þannig er að ég sleppti því að skrá mig í 10% æfingapróf sem á ekki að vera svo erfitt fyrir svona langskólagenginn mann eins og mig, piece of cake próf ef lært er rétt fyrir það ;)

Nú er allt plan vikunnar í köku + ég var svo pottþéttur á því í upphafi vetrar að fara akkúrat í þetta eina æfingapróf.

Snökt :(

16.11.05

Já-há

Bíðum nú við, hef ég ekki bloggað í 3 vikur? obbo sí

Ok, þessi fyrirlestur sem ég talaði um í síðustu færslu var sem sagt á ráðstefnu um rannsóknir í félagsvísindum. Háskóli Íslands stóð fyrir þessarri ráðstefnu.
Ástæðan fyrir því að ég var fenginn til að blaðra þarna var sú að ég var að redda vini mínum sem átti að ræða um sitt viðfangsefni en hann er einmitt að stúdera atferlissálfræði/-hagfræði í Cardiff, Wales. Hann er nánar tiltekið í Ph.D. námi. Þetta gekk skítsæmilega en það versta var að ég var svo pikkfastur í blöðunum, væntanlega út af stressi ;)

Svo hefur lífið bara gengið sinn vanagang. Skóli, kærasta, sofa, mjög lítið unnið.

Eruð þið búin að fatta það að það er ca mánuður í jólafrí? Dem it, best að fara byrja læra.