Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

26.10.06

Ný bloggfærsla

Er nú ekki kominn tími á nýja færslu? Bara "örfáir" dagar frá síðustu færslu.

Ástæða þess að ég hef ekki bloggað í ca 2 mánuði er einföld, annað prófið klikkaði og þar með útskriftin. Ég var ekki sáttur við það og reyndi hvað ég gat að redda því. Þetta hafði þá þau áhrif að í stað útskriftar í október og MS náms í Melbourne í febrúar, mun ég ekki ná að útskrifast fyrr en í júní á næsta ári (fagið sem klikkaði er nefnilega vorfag).

Hvað hef ég svo sem gert á þessum 8 vikum, látum okkur sjá;
- Unnið á taxa og rútum í dágóðan tíma
- Farið í æfingarbúðir með kórnum
- Farið í atvinnuviðtal (ekki bjartsýnn með það)
- Pantað flug og gistingu í Köben 1.-5.nóv. Ójá, þá verður sko drukkið.
- og hangið tímunum saman á Hlöðunni við að reyna skrifa eitthvað viturlegt í BS ritgerðinni (gengur frekar erfiðlega - ætli það heiti ekki agaleysi).

Ástin mín, hún Katrín Ásta, á bókað far heim til Íslands 29.nóv en það gæti verið að þeirri heimferð verði seinkað eitthvað smá út af námskeiði sem hún hefur áhuga á að taka. Let´s hope the best, þó ég vilji náttúrulega fá hana heim sem fyrst ;)