Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

27.8.08

Skóli og aftur skóli

Það hefur ekki mikið gerst hjá mér síðustu vikurnar, eftir Sigrrósartónleikana. Skólinn er sko í fullu swingi með tilheyrandi lestri og ritgerðarskrifum, nú er vika 5 í gangi og ég er nú þegar búinn að skila 4 stuttum ritgerðum (500-1000 orð). Fyrsta alvöruritgerðin (3000 orð) verður skrifuð nú um helgina, sú ritgerð er jafnframt lokaritgerðin í því námskeiði. One down, three to go.

Góðu fréttirnar eru þær að veturinn er á undanhaldi, sólin hækkar á lofti, daginn er farið að lengja og hitastigið fer hækkandi.

Svo ég vitni nú í athugasemdir ónefnds Reykvíkings á ónefndum bloggsíðum, þá er það nú svo að það er svo sannarlega 100% vinna að vera í námi og önnur 100% að sjá um kvenmanninn á heimilinu og það hjálpar ekki til að hún sé úr Reykjavík. Gaflarinn þarf sko að hafa fyrir því að halda uppi heiðri síns sveitarfélags á heimilinu, svona næstum því :)
Til að vinna mér inn góða inneign tók ég upp á því að baka fyrir nokkrum dögum. Katrín vissi ekkert, hún fór bara í sína hópvinnu eins og venjulega. Þegar hún svo kom heim beið hennar nýbökuð kaka (ekki Betty Crocker, til að hafa það á hreinu). Eins og skilja má datt af henni andlitið þegar hún kom heim. Til að toppa þetta allt saman þeytti ég rjóma. Kakan smakkaðist mjög vel, þó ég segi sjálfur frá og punktastaða mín í heimilishaldinu er ansi jákvæð.
Getur hinn ónefndi Reykvíkingur toppað þetta?

2 Comments:

At 1:11 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Kann ekki að baka - nema vandræði. Get eldað og það sterkt þú hefur ekki ennþá smakkað Indverskt frá mér, það er sko enginn Hafnarfjarðarbrandari....

Ég segi stundum við mína konu að hún sé í aðalvinnu við að hugsa um mig og henna aukavinna sé þessi sem hún mætir í milli 8 og 9!!
Sama gildir hjá mér enda er ég með henni 12-24 tíma á dag.

Annars er ég á því að kallinn ætti að vera með séríbúð og konan aðra t.d tvær 4 herbergja sitthvoru meginn við ganginn í blokk og svo skreppur maður yfir og bíður í heimsókn á víxl. Verst hva þetta væri helv.. dýrt.

kv Reykvíkingur

 
At 10:58 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

http://eyjan.is/silfuregils/2008/11/03/hver-sprengdi-island/

 

Skrifa ummæli

<< Home