Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

27.2.04

Hvað finnst ykkur um það að eigi að fara hætta með kennslu í táknmálstúlkun?
Persónulega finnst mér þetta vera brot á mannréttindum þeirra sem þurfa á þessari þjónustu að halda.
Uppfærum þetta á heyrandi fólk, þ.e. heilbrigt fólk. Segjum sem svo að yfirvöld tækju þá ákvörðun að hætta með allt heilbrigðiskerfið. Hvar stæðum við þá? Við gætum eflaust leitað til skottulækna en þá um leið finnst okkur öryggi okkar ógnað í velferðarríkinu Íslandi. Kostnaður okkar við að verða okkur út um mannsæmandi heilbrigðisþjónustu gæti orðið svo gígantískur að við gætum farið að meta dæmið þannig að við værum betur sett dauð en lifandi.
Íhugið þetta og hugsið svo um þá einstaklinga sem þurfa stöðuga þjónustu af hálfu hins opinbera til að komast í gegnum lífið á hverjum degi.

25.2.04

Jæja krakkar mínir, nú eru bara 10 vikur í það að ég fái bílprófið mitt aftur, jibbí jei. Þá skuluð þið sko passa ykkur á götunum ;)

23.2.04

Haldið þið ekki bara að karlinn sé búinn að kaupa sér glænýja tölvu. Það fyndna er að karlinn kann takmarkað inn á hana, það hlýtur að koma með æfingunni eins og margt annað.
Ef þið viljið fá að vita það þá var helgin róleg, smá djamm á föstudaginn og þynnka dauðans á laugardaginn. Góð ástæða til að vera heima og leika sér í nýju tölvunni :)

22.2.04

Góðan daginn ágæta fólk