Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

29.1.07

Nýr lífsstíll

Haldið þið ekki bara að karlinn hafi látið plata sig í ræktina.
Ég var beittur nokkrum bellibrögðum þannig að úr varð að ég keypti mánaðarkort á ákveðinni líkamsræktarstöð. Ég verð nú reyndar að viðurkenna það að þetta er fjandi hressandi. Fór t.d. kl 8 í morgun, já á mánudagsmorgni, í ræktina og tók á í ca 2 tíma áður en stefnan var tekin á hina eitilhressu Hlöðu, held að morgunferðirnar gætu jafnvel orðið fleiri. Maður þarf jú að nýta kortið almennilega. :)
Áhugasömum til fróðleiks þá er ekki ætlunin að byggja upp einhvern svaka vöðvamassa heldur einungis að reyna minnka ummál búksins. So far hef ég losnað við umtalsverðar harðsperrur þó vissulega hafi ég fundið til hér og þar.

Í einhverri leti í morgun fór ég í bol sem merktur er spænsku fótboltafélagi. Þegar ég kom niður á kaffistofuna á Hlöðunni um hádegi hætti Spánverjinn sem þar vinnur að afgreiða og fór að bulla eitthvað, á spænsku, um slæmt gengi þessa liðs undanfarið og að annað lið væri miklu betra. Ég sagði einfaldlega; "No habla espaniol." (ca rétt skrifað) og þá heyrði ég að hann nefndi íslenskt nafn og setti fingur niður. Er manni nú ekki einu sinni fært að mæta í hvaða klæðnaði sem er á Hlöðuna án þess að útlendingsgreyin missi stjórn á sér? Best að mæta næst í Ítalíubolnum sem keyptur var í Feneyjum um árið og láta karlinn tryllast, hehe.

15.1.07

Lifandi

Fyrir þau ykkar sem hafið haldið annað þá vildi ég bara segja ykkur að ég er lifandi en hef haft nóg að gera undanfarið. Það er ástæða bloggleysis.

Gleðilegt nýtt ár