Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

25.5.07

6 ein í BS :)

Þá er komið að því, síðasta prófið er að baki sem var staðið með sæmilegri plikt. Nú er einungis eftir að skila nokkurra blaðsíðna blaðri (skeinipappír eins og ónefndir frændur kalla það) og þá er gráðan komin. Loksins loksins loksins.

Tilfinningin í gær, fimmtudag, þegar einkunnin kom í hús var örugglega svipuð og þegar fólk hefur eignast erfingja því ég sveif bókstaflega í lausu lofti frá hádegi.
Þá vitið þið það, 20.október 2007 verður stór dagur í mínu lífi :)

15.5.07

Oddi að næturlagi

Nú verða sagðar fréttir:

Prófið gekk bara ágætlega. Nú er bara að vona að einkunnin verði réttu megin við línuna :P

Ritgerðin; Þessa vikuna verður vakað ca 3/4 sólarhringsins til að reyna ná því að skila á réttum tíma því skiladagur er á föstudag.
Guði sé lof fyrir Stúdentakortið :P

Aftur skal snúið að blessuðu ritgerðinni, bless í bili

p.s.
Óþarfi að hafa áhyggjur af mér og svefnleysi, sef nóg þegar ég drepst.

5.5.07

Hér er ég

Ég er sko lifandi, fyrir þá sem hafa kannski haldið annað.
Nú er bara sá leiðinlegi tími sem kallast próftími og deadline á BS ritgerð sem útskýrir bloggleysið undanfarið.

Próf kl 9 mánudaginn 7.maí og deadline á BS 18.maí. Vonandi gengur þetta allt saman upp á réttum tíma.

Smá innsýn í mín skemmtilegu fræði sem ég er að læra fyrir prófið, ykkur til fróðleiks og skemmtunar:

OLS: Grunnurinn í hagrannsóknum, til í nokkrum útgáfum.
GLS: Ein af útgáfum OLS.
SUR: Seemingly unrelated regression - þetta er ferskur GLS metill.
IV estimator: Hjálparbreytumetill fyrir GLS, einstaklega skemmtilegur.
ML (metill mesta sennileika): Allar mögulegar líkindadreifingar geta komið hér við sögu.
LOGIT: Enn annar metillinn, þessi byggist reyndar á ML og exponential dreifigunni.

Er einhver enn að lesa (fyrir utan Guðjón, því hann er líklegast sá eini sem skilur þetta)? Fyrir áhugasama þá geta ég frætt ykkur á því að þetta er bara brota brot. Ég gæti verið í alla nótt að skrifa þetta allt upp ef ég nennti því.