Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

5.5.07

Hér er ég

Ég er sko lifandi, fyrir þá sem hafa kannski haldið annað.
Nú er bara sá leiðinlegi tími sem kallast próftími og deadline á BS ritgerð sem útskýrir bloggleysið undanfarið.

Próf kl 9 mánudaginn 7.maí og deadline á BS 18.maí. Vonandi gengur þetta allt saman upp á réttum tíma.

Smá innsýn í mín skemmtilegu fræði sem ég er að læra fyrir prófið, ykkur til fróðleiks og skemmtunar:

OLS: Grunnurinn í hagrannsóknum, til í nokkrum útgáfum.
GLS: Ein af útgáfum OLS.
SUR: Seemingly unrelated regression - þetta er ferskur GLS metill.
IV estimator: Hjálparbreytumetill fyrir GLS, einstaklega skemmtilegur.
ML (metill mesta sennileika): Allar mögulegar líkindadreifingar geta komið hér við sögu.
LOGIT: Enn annar metillinn, þessi byggist reyndar á ML og exponential dreifigunni.

Er einhver enn að lesa (fyrir utan Guðjón, því hann er líklegast sá eini sem skilur þetta)? Fyrir áhugasama þá geta ég frætt ykkur á því að þetta er bara brota brot. Ég gæti verið í alla nótt að skrifa þetta allt upp ef ég nennti því.

1 Comments:

At 11:58 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gangi þér vel í prófunum

kv Rebekka

 

Skrifa ummæli

<< Home