Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

17.3.05

Rektorskjör - frh

Jæja börnin góð, smá áróður

Eins og þið vitið þá er seinni umferð kosninganna í dag og hvet ég ykkur öll til að kjósa. Það þarf ekki að segja ykkur hverjir eru í framboði en til hægðarauka þá er annar frambjóðandinn mun frambærilegri, þ.e. dr. Ágúst Einarsson prófessor í viðskipta- og hagfræðideild.
Hann var deildarforseti 2002-2004 og gerði deildinni mjög gott, gott dæmi um það er aukin skilvirkni í fjárreiðum deildarinnar. Hann kann að fara með peninga.
Þess má líka geta að hann gaf út bókina Hagræn áhrif tónlistar undir lok síðasta árs. Fyrir þá bók fékk hann viðurkenningu frá íslensku tónlistarfólki. Þess vegna er aldrei að vita nema hann eigi eftir að styrkja kórinn enn betur (a.m.k. ekki verr) en Palli Skúla.

X - Ágúst Einarsson

14.3.05

Ritskoðuð færsla

Þá er þessi helgi búin og fullt fullt af peningum komnir í budduna.
Það var brjálað að gera bæði kvöldin enda mikið af árshátíðum út um allan bæ. Það er eiginlega ljótt að segja það en takk fyrir að hringja ekki í mig því ég fékk alltaf túr um leið og ég losnaði, sama hvar það var í bænum :)

Seinni hlutinn hefur verið þurrkaður út ...

10.3.05

Misskilningur á ferð

Eitthvað olli árshátíðarfærslan misskilningi hjá minni heittelskuðu.
Stelpur, ef ég fer að tala við ykkur er ég ekki að reyna við ykkur eða neitt þess háttar. Saklaust spjall hefur aldrei verið bannað. Ég er á föstu og þannig mun það vera, helst um ókomna tíð.

KÁ; habibi !!!

8.3.05

Rektorskjör

Þann 10.mars nk á að kjósa nýjan rektor í HÍ. Ég hef ekki mikið um það að segja nema þá þetta hér;
X - Ágúst Einarsson

Ath; ég er ekki félagsmaður í Samfylkingunni ;)

Mögnuð helgi !!!

Jæja, þá er þessi fína helgi búin.
Hún byrjaði á dvd glápi hjá Guðjóni á föstudag. Við horfðum á The Untouchables þar sem Robert DeNiro, Sean Connery og fleiri fara með stærstu hlutverkin.
Laugardagurinn var sko the thing. Hann byrjaði nú á því að það var skrópað í tíma til að sinna öðrum verkefnum, þó helst að klára minn part af bassaatriðinu fyrir árshátíðina. Upp úr 3 var svo hafist handa við að dressa sig upp fyrir djammið því það var mæting í forfordrykk um 4. Þá var ekki aftur snúið, drykkjan tók öll völd. Árshátíð kórsins var haldin í Þjórsárveri í Flóa, skammt fyrir austan Selfoss. Eftir frábæran mat og enn betri skemmtiatriði (bassaatriðið var talið flottast) hófst trylltur dans í öllum regnbogans litum. Sökum ölvunar (út af nokkrum fordrykkjum, rauðvíni, bjór og vindlum) er tíminn eftir ca 1 í þó nokkuri móðu og því get ég lítið tjáð mig um þann tíma nema þó helst að ég fór á langt trúnó með ungri dömu, engar áhyggjur - gerði ekkert sem ég mátti ekki. Heimferðin tók ca korter því ég svaf mestan part leiðarinnar á öxl sömu dömu og ég hafði verið að tala við rétt áður. Kom heim um 6 leytið á sunnudagsmorgninum.
Sunnudagurinn var einn sá sprækasti sem ég man eftir að hafa lifað því ég drakk í raun mjög lítið kvöldið áður, rauðvínið dró úr áfengislönguninni. Ég hafði lofað múttu gömlu að þrífa bílinn hennar sem ég og gerði og að auki tók ég minn í gegn.

Drykkja helgarinnar:
X mörg glös af alls kyns fordrykkjum (man ekki, veit ekki, hvað þetta hét allt saman).
5 bjórar. Mæli ekki með Lager bjór, þvílíkt sull.
1 rauðvínsflaska.
Skammarlega lítið miðað við hvað ég man lítið eftir kvöldinu.

Þessi vika mun svo einkennast af ritgerðarskrifum í fjármálum.

3.3.05

How do you do?

Æm dúing gúd.

Vá hvað er langt síðan ég bloggaði síðast. Síðan þá hef gert lítið annað en sofið, lært og unnið.
Vikan í hnotskurn: skóli, vinna, útskriftarsöngur, útskriftarveisla, kórpartý, messusöngur (í þynnku dauðans), vinna og sofið þegar tími hefur gefist til þess.

Katrín greyið er með bullandi niðrara og fullt af moskítóbitum, sem sagt drullu slöpp, í Cape town (Höfðaborg, S-Afríku). Það var mjög ánægjuleg biðin hjá henni í Frankfurt síðasta mánudag, eða þannig.

Árshátíð um næstu helgi. Bassarnir munu rúlla öllum skemmtiatriðunum upp eins og þeir eru vanir.

Veit ekki hvað ég á að skrifa meira í bili, er gjörsamlega hugmyndalaus.