Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

8.3.05

Mögnuð helgi !!!

Jæja, þá er þessi fína helgi búin.
Hún byrjaði á dvd glápi hjá Guðjóni á föstudag. Við horfðum á The Untouchables þar sem Robert DeNiro, Sean Connery og fleiri fara með stærstu hlutverkin.
Laugardagurinn var sko the thing. Hann byrjaði nú á því að það var skrópað í tíma til að sinna öðrum verkefnum, þó helst að klára minn part af bassaatriðinu fyrir árshátíðina. Upp úr 3 var svo hafist handa við að dressa sig upp fyrir djammið því það var mæting í forfordrykk um 4. Þá var ekki aftur snúið, drykkjan tók öll völd. Árshátíð kórsins var haldin í Þjórsárveri í Flóa, skammt fyrir austan Selfoss. Eftir frábæran mat og enn betri skemmtiatriði (bassaatriðið var talið flottast) hófst trylltur dans í öllum regnbogans litum. Sökum ölvunar (út af nokkrum fordrykkjum, rauðvíni, bjór og vindlum) er tíminn eftir ca 1 í þó nokkuri móðu og því get ég lítið tjáð mig um þann tíma nema þó helst að ég fór á langt trúnó með ungri dömu, engar áhyggjur - gerði ekkert sem ég mátti ekki. Heimferðin tók ca korter því ég svaf mestan part leiðarinnar á öxl sömu dömu og ég hafði verið að tala við rétt áður. Kom heim um 6 leytið á sunnudagsmorgninum.
Sunnudagurinn var einn sá sprækasti sem ég man eftir að hafa lifað því ég drakk í raun mjög lítið kvöldið áður, rauðvínið dró úr áfengislönguninni. Ég hafði lofað múttu gömlu að þrífa bílinn hennar sem ég og gerði og að auki tók ég minn í gegn.

Drykkja helgarinnar:
X mörg glös af alls kyns fordrykkjum (man ekki, veit ekki, hvað þetta hét allt saman).
5 bjórar. Mæli ekki með Lager bjór, þvílíkt sull.
1 rauðvínsflaska.
Skammarlega lítið miðað við hvað ég man lítið eftir kvöldinu.

Þessi vika mun svo einkennast af ritgerðarskrifum í fjármálum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home