Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

17.3.05

Rektorskjör - frh

Jæja börnin góð, smá áróður

Eins og þið vitið þá er seinni umferð kosninganna í dag og hvet ég ykkur öll til að kjósa. Það þarf ekki að segja ykkur hverjir eru í framboði en til hægðarauka þá er annar frambjóðandinn mun frambærilegri, þ.e. dr. Ágúst Einarsson prófessor í viðskipta- og hagfræðideild.
Hann var deildarforseti 2002-2004 og gerði deildinni mjög gott, gott dæmi um það er aukin skilvirkni í fjárreiðum deildarinnar. Hann kann að fara með peninga.
Þess má líka geta að hann gaf út bókina Hagræn áhrif tónlistar undir lok síðasta árs. Fyrir þá bók fékk hann viðurkenningu frá íslensku tónlistarfólki. Þess vegna er aldrei að vita nema hann eigi eftir að styrkja kórinn enn betur (a.m.k. ekki verr) en Palli Skúla.

X - Ágúst Einarsson

1 Comments:

At 1:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jæja á ekkert að fara að blogga um atburði páskana?
Kv. SHR

 

Skrifa ummæli

<< Home