Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

24.12.08

Jólakveðja úr suðri

Long time - no blog. Ástæðan er leti.

Skólinn kláraðist hjá mér þann 17.nóvember, einkunnirnar komu í byrjun desember en góða veðrið er rétt svo að koma núna.
Við Katrín höfum verið dugleg að skipuleggja flutningana hennar heim (a.m.k. dótið hennar) en við höfum líka verið mjög dugleg við að njóta þess að vera í fríi. Reyndar fór dágóður tími í undirbúning útskriftarinnar hjá Katrínu því það er ógurlegt pappírsflóð sem þarf að hafa í lagi svo hægt sé að útskrifast frá svona virtum háskóla. Jebb, þið lásuð rétt, Katrín er orðin tvöfaldur master - annars vegar í matvælafræði og hins vegar í viðskiptafræði (stjórnun). Nú er bara að finna rétta djobbið, sem er líklegast frekar erfitt eins og staðan er á Skerinu.

Við komum annars heim að kvöldi 29.des og ég fer aftur út til að klára mitt nám í lok febrúar, spurning hvað Katrín gerir. Það er nefnilega frekar erfitt/dýrt að fá vinnuleyfi hérna niður frá því nágrannar Ástralíu úr norðri (frá hrísgrjónaálfunni) hafa verið duglegir við að flytja hingað og leita að betra lífi - "The Australian dream".

Að veðrinu.
Ég hef orðið fyrir töluverðum vonbrigðum með veðrið hérna í nóvember og desember. Það er búið að vera frekar kalt (15-25 gráður, virkar eins og 5-15 heima) og töluvert rok. Þetta hefur þýtt að síðbuxur hafa verið meira notaðar en stuttbuxur. Sem betur fer verður jólaveðrið aðeins betra eða um 30-35 gráður og glampandi sól, spurning um að skella sér á ströndina með jólasveinahúfuna, sólarvörnina og six-pakkið - sjáum til. Njótið roksins og rigningarinnar um jólin.

Kæru vinir, ég óska ykkur gleðilegra jóla, þakka fyrir gott ár. Megið þið eiga góð jól á norðurhvelinu, sjáumst vonandi í janúar eða febrúar.