Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

23.2.05

Hver þorir?

Jæja, hver þorir með mér í rútuferð? (sjá síðustu færslu)

Nú eru stelpurnar staddar í Egypt og skv sms-um sem ég er að fá á meðan ég pikka þá er fullt tungl núna í Cairo og allt í goody feeling. Flugið þangað gekk ekki alveg eins og það átti að ganga, næstum búnar að missa af vélinni. Svo týndist bakpoki sem endurheimtist í dag. Sjá betur á www.heimsreisa2005.blogspot.com

Þetta er ótrúlegt, þær eru búnar að vera 8 daga í burtu en þetta virkar eins og 8 mánuðir. Það er eins gott að kórinn standi sig í því að vera besti vinskapurinn sem völ er á í heiminum næstu mánuðina svo maður drepist ekki úr söknuði.

Svaðilför

Obbsa deisý, hef ekki skrifað langa lengi. Jæja nú á að bæta úr því

Sögu hef ég að segja. Málið er að á sunnudaginn var ég beðinn um að keyra Gullfoss - Geysi hring sem var minnsta málið að redda enda þýðir það um 12 tíma vinnudagur, fullt fullt af péningum.
Þegar ég var staddur upp á miðri Mosfellsheiðinni, á leið til Þingvalla fyrir þá áttavilltu, kom hægri beygja á veginum en rútan vildi fara til vinstri og gerði það. Nú voru góð ráð dýr því ég var með fulla rútu af allra þjóða kvikindum. Akstursskilyrðin höfðu snarversnað á augabragði, frá +7°C við Kringluna í +0-1°C þarna (hitamælir í rútunni). Þegar svona hlutir gerast myndi flestir negla á bremsuna, ath það er dauðadómur því þá læsast framdekkin. Þess vegna sleppti ég olíugjöfinni og reyndi eftir fremsta megni að halda rútunni á veginum. Þegar ég fann að ég var að ná stjórninni aftur fór afturendinn á rútunni að sveiflast til, þá var um að gera að snúa stýrinu í sömu átt og afturendinn vísaði. Við þetta vöknuðu allir farþegarnir því um þriðjungur þeirra kom beint af djamminu og smá skelfing greip um sig. Hjartað í mér tók nokkur aukaslög. Allt reddaðist þetta fyrir rest og ég komst áfallalaust mína leið. Þetta kom reyndar fyrir aftur ca 5 mín seinna en ekki á eins svæsnum stað. Ef ég hefði ekki náð stjórninni aftur þá er ekki víst að ég væri að skrifa þetta því kanturinn þarna var frekar hár. Svona er Ísland í dag.
Ath að ég var ekki á nema 85-90 km hraða þegar þetta gerðist en ég er vanur að vera á þessum slóðum á ca 95-100 km/klst. En lengi á eftir var ég max á 75 km/klst af því að ég varð drulluhræddur.

Nóg í bili. Kannski meira seinna í dag.

17.2.05

la la la

Voðalegur dapurleiki var yfir síðasta pistli hjá mér. Reyndar er það nú ósköp skiljanlegt þar sem betri helmingurinn er langt í burtu (London) og fer að fara ennþá lengra frá mér (Cairo, Egypt). En ég á svo marga góða vini sem auðvelda mér biðina löngu og erfiðu til mikilla muna.
Næst á dagskrá er að byrja læra allt sem ég hef ekki nennt að læra í kúrsunum og skrifa reglulega á bloggið. Kannski munu skrifin fara flytjast meira í dagbókarform en bull og vitleysu um það sem er að gerast í kringum okkur. Ef það gerist þá er það fyrir hana Katrínu mína, en endilega haldið áfram að kíkja inn því það er aldrei að vita nema ég láti eitthvað annað fylgja með.

Þriðjudagur: Farið til Kef, lært, skóli, lært.
Miðvikudagur: Skóli, lært, skóli, lært.
Fimmtudagur: Lært (pínu ponsu), kór og eflaust spilakvöld hjá kórnum.

Þar til næst; Katrín, ég elska þig

16.2.05

Yfirgefinn :(

Jæja, þá er það orðið að raunveruleika. Katrín er farin frá mér í bili. Ferðin er áætluð í 3,5 mánuð.
Gærdagurinn var langur, við vöknuðum kl 5:30 og vorum komin til kef rúmlega 7. Eftir check-in stóðum við 4 og ræddum saman, svo ákváðu stelpurnar að það væri best að kíkja upp í duty free því Katrín ætlaði að kaupa sér digital vél. Eftir stóðum við Óli (kærastinn hennar Karenar) aleinir og yfirgefnir.
Ég vona að þær skemmti sér mjög vel og að þær passi sig á öllum vondu mönnunum sem gætu orðið á vegi þeirra.

Nokkrum dögum fyrir brottför stelpnanna spurðu þær okkur karlana sína hvort við vildum ekki kíkja til þeirra til Pheonix, Arizona í maí. Við fórum á stúfana og athuguðum verðin og ég verð að segja að þetta er pínu dýrt, ca $1100 - $1200 (Kef-Phe-Kef). Eins og buddustaðan er núna er það í lagi að fara og mig langar GEÐVEIKT MIKIÐ.
Hvað finnst ykkur, á ég að fara eða á ég að sleppa því? Comment takk :)

9.2.05

Concert

Nú styttist óðum í hina risavöxnu tónleika Háskólakórsins. Þeir munu verða haldnir laugardaginn 12.feb kl 15 og 18. Miðaverð er aðeins kr 1800 í forsölu og kr 2000 við innganginn.

Kórinn mun flytja verkið African Sanctus sem er samsafn af upptökum frá flestum héruðum Afríku, textum á latínu og ensku og tónlist sem má segja að einkenni 2-3 síðustu áratugi síðustu aldar. Verkið er mjög fjörugt og töluvert frábrugðið hefðbundnum kórverkum.
Ásamt kórnum mun Diddú troða upp. Hópnum til halds og trausts verður lítil hljómsveit sem samanstendur af píanói, rafmagnsgítar, kontrabassa (sem er mækaður (micraphone) upp) og nokkrum trommuleikurum. Trommurnar sem verða notaðar hafa hlotið nafnið bongotrommur á meðal íbúa heimsins :)

3.2.05

Ble

Shit, vikan er að verða búin og ég varla litið í bók - obbsa deisí.
Smá sárabót; fínkembing á einni stórgóðri MS ritgerð í viðskiptasálfræði sem fjallar um atferli neytenda. Áhugasömum er bent á að lesa hana eftir útskriftina nú í febrúar. Hana mun væntanlega vera hægt að nálgast í ritgerðarsafni Hlöðunnar. Höfundur er stórvinur minn Valdimar Sigurðsson.
Þau ykkar sem haldið að það taki enga stund að lesa yfir og lagfæra svona pakka eruð á miklum villigötum því þessi yfirferð og enduryfirferð og lokayfirferð hefur tekið allan janúar og alla þessa viku.
Ráðlegging: Ekki geyma prófarkalesturinn fram í síðustu vikuna. :)

1.2.05

Svei mér þá, það er kominn febrúar

Ja hérna hér, nú er janúar búinn og ég varla kominn í lærigírinn. Hver hefði trúað þessu.

Helgin var stórfín. Ég mætti í tíma kl 8 á lau.morgun (ca 5 mín á undan Guðjóni (a.k.a. Gemill) kennara) og svo var æfing 10-2. Eftir kl 2 var svo haldið á vit ævintýranna í uppsveitum Árnessýslu, nánar tiltekið á Flúðum. Það verður ekki tíundað frekar hér en glöggt fólk á nú alveg að geta giskað á hvað ungt par (kk og kvk) geta gert af sér fjarri heimabyggð yfir heila helgi, hehehe.
Eitt get ég sagt að það er langt í frá dýrt að skreppa svona eina helgi. Þetta var sko ferðarinnar virði. Þjónustan, hótelið, herbergið og allt var til fyrirmyndar.
Hótel Flúðir fær 5 stjörnur af 5 mögulegum.

Tannsaheimsóknum fer fækkandi en samkvæmt nótunni sem ég fékk í gær má með sanni segja að karlinn hafi verið með slípirokk til að ná að yfirbuga það mein sem hrjáir tannholdið mitt.

Kórinn minn meikaði það feitt í RÚV í gær. Upptakan verður sýnd í Mósaík þann 8.febrúar nk. You better watch it.