Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

1.2.05

Svei mér þá, það er kominn febrúar

Ja hérna hér, nú er janúar búinn og ég varla kominn í lærigírinn. Hver hefði trúað þessu.

Helgin var stórfín. Ég mætti í tíma kl 8 á lau.morgun (ca 5 mín á undan Guðjóni (a.k.a. Gemill) kennara) og svo var æfing 10-2. Eftir kl 2 var svo haldið á vit ævintýranna í uppsveitum Árnessýslu, nánar tiltekið á Flúðum. Það verður ekki tíundað frekar hér en glöggt fólk á nú alveg að geta giskað á hvað ungt par (kk og kvk) geta gert af sér fjarri heimabyggð yfir heila helgi, hehehe.
Eitt get ég sagt að það er langt í frá dýrt að skreppa svona eina helgi. Þetta var sko ferðarinnar virði. Þjónustan, hótelið, herbergið og allt var til fyrirmyndar.
Hótel Flúðir fær 5 stjörnur af 5 mögulegum.

Tannsaheimsóknum fer fækkandi en samkvæmt nótunni sem ég fékk í gær má með sanni segja að karlinn hafi verið með slípirokk til að ná að yfirbuga það mein sem hrjáir tannholdið mitt.

Kórinn minn meikaði það feitt í RÚV í gær. Upptakan verður sýnd í Mósaík þann 8.febrúar nk. You better watch it.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home