Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

3.2.05

Ble

Shit, vikan er að verða búin og ég varla litið í bók - obbsa deisí.
Smá sárabót; fínkembing á einni stórgóðri MS ritgerð í viðskiptasálfræði sem fjallar um atferli neytenda. Áhugasömum er bent á að lesa hana eftir útskriftina nú í febrúar. Hana mun væntanlega vera hægt að nálgast í ritgerðarsafni Hlöðunnar. Höfundur er stórvinur minn Valdimar Sigurðsson.
Þau ykkar sem haldið að það taki enga stund að lesa yfir og lagfæra svona pakka eruð á miklum villigötum því þessi yfirferð og enduryfirferð og lokayfirferð hefur tekið allan janúar og alla þessa viku.
Ráðlegging: Ekki geyma prófarkalesturinn fram í síðustu vikuna. :)

1 Comments:

At 9:47 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

...eða sem er enn betra... gleyma að skrifa ritgerðina og muna eftir því daginn sem á að skila henni.... það er alltaf geðveik stress stemning.... kv.Maja

 

Skrifa ummæli

<< Home