Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

23.2.05

Svaðilför

Obbsa deisý, hef ekki skrifað langa lengi. Jæja nú á að bæta úr því

Sögu hef ég að segja. Málið er að á sunnudaginn var ég beðinn um að keyra Gullfoss - Geysi hring sem var minnsta málið að redda enda þýðir það um 12 tíma vinnudagur, fullt fullt af péningum.
Þegar ég var staddur upp á miðri Mosfellsheiðinni, á leið til Þingvalla fyrir þá áttavilltu, kom hægri beygja á veginum en rútan vildi fara til vinstri og gerði það. Nú voru góð ráð dýr því ég var með fulla rútu af allra þjóða kvikindum. Akstursskilyrðin höfðu snarversnað á augabragði, frá +7°C við Kringluna í +0-1°C þarna (hitamælir í rútunni). Þegar svona hlutir gerast myndi flestir negla á bremsuna, ath það er dauðadómur því þá læsast framdekkin. Þess vegna sleppti ég olíugjöfinni og reyndi eftir fremsta megni að halda rútunni á veginum. Þegar ég fann að ég var að ná stjórninni aftur fór afturendinn á rútunni að sveiflast til, þá var um að gera að snúa stýrinu í sömu átt og afturendinn vísaði. Við þetta vöknuðu allir farþegarnir því um þriðjungur þeirra kom beint af djamminu og smá skelfing greip um sig. Hjartað í mér tók nokkur aukaslög. Allt reddaðist þetta fyrir rest og ég komst áfallalaust mína leið. Þetta kom reyndar fyrir aftur ca 5 mín seinna en ekki á eins svæsnum stað. Ef ég hefði ekki náð stjórninni aftur þá er ekki víst að ég væri að skrifa þetta því kanturinn þarna var frekar hár. Svona er Ísland í dag.
Ath að ég var ekki á nema 85-90 km hraða þegar þetta gerðist en ég er vanur að vera á þessum slóðum á ca 95-100 km/klst. En lengi á eftir var ég max á 75 km/klst af því að ég varð drulluhræddur.

Nóg í bili. Kannski meira seinna í dag.

1 Comments:

At 11:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hvernig var það, er ekki kennt í meiraprófinu að það eigi að keyra eftir aðstæðum hverju sinni? eða það minnir mig...
SHR

 

Skrifa ummæli

<< Home