Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

9.2.05

Concert

Nú styttist óðum í hina risavöxnu tónleika Háskólakórsins. Þeir munu verða haldnir laugardaginn 12.feb kl 15 og 18. Miðaverð er aðeins kr 1800 í forsölu og kr 2000 við innganginn.

Kórinn mun flytja verkið African Sanctus sem er samsafn af upptökum frá flestum héruðum Afríku, textum á latínu og ensku og tónlist sem má segja að einkenni 2-3 síðustu áratugi síðustu aldar. Verkið er mjög fjörugt og töluvert frábrugðið hefðbundnum kórverkum.
Ásamt kórnum mun Diddú troða upp. Hópnum til halds og trausts verður lítil hljómsveit sem samanstendur af píanói, rafmagnsgítar, kontrabassa (sem er mækaður (micraphone) upp) og nokkrum trommuleikurum. Trommurnar sem verða notaðar hafa hlotið nafnið bongotrommur á meðal íbúa heimsins :)

1 Comments:

At 7:45 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

ég mæti!

kp

 

Skrifa ummæli

<< Home