Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

23.8.06

Prófgáta

Hér er ein gáta sem Guðjón stórhagfræðingur í Sellanum lagði fyrir mig nú í kvöld eftir endalaus sannanaskrif:

Einu sinni sem oftar var ég á ferðalagi þegar ég sá skyndilega að ég stóð um 100 metrum sunnan við gríðarstóran björn. Ég ákvað að ganga 100 metra í austur, sneri mér svo beint í norður og skaut. Björninn féll samstundis dauður niður og ég fór strax og gerði að þessum happafeng. Ég spyr ykkur hins vegar: Hvernig var björninn sem ég skaut á litinn?

Sá sem giskar á rétt getur átt von á því að fá link á síðuna sína ;)

18.8.06

rithöfundar og vélritun

Fyrir aftan mig situr einn af vinsælustu rithöfundum landsins þessi árin, Hallgrímur Helgason. Ætli hann sé að semja næstu jólabók? uhmm

Þegar ég mætti hingað á Hlöðuna áðan tók ég eftir því að hann vélritar með tveimur puttum, vísifingrum beggja handa. Hvernig ætli það sé með hann og fleiri rithöfunda, ætli þeir hafi virkilega ekki farið og lært vélritun? Hugsið ykkur bara hversu fljótari þeir væru með hverja bók ef þeir kynnu nú fingrasetninguna á lyklaborðinu.
Lyklaborðið hans Hallgríms er örugglega mjög fegið því þegar hann hættir að pína það, hann lemur svo fjandi fast á það.

Brandari sem ég sá aftan á Grapevine í boði Tuborg:
Hver er munurinn á manni og E.T.?
svar; E.T. hringdi heim :)

9.8.06

Uppkasti skilað

Hverjum hefði dottið þetta í hug?
Klukkan 3:45 am aðfararnótt 9.8.2006 skilaði ég inn uppkasti að blessaðri ritgerðinni. Nú er bara að bíða og sjá hvað leiðbeinandinn segir við þessu. Spennó spennó

Nú tekur próflesturinn við í 2 vikur, ekki eins spennó.

Sáuð þið annars fréttina um fulla rútubílstjórann? Mér hefur skilist að þetta sé afleysingamaður hjá viðkomandi fyrirtæki. Hann ætti að skammast sín fyrir að segja já þegar þeir hringdu í hann um morguninn.
Já já, ég veit, hef víst líka verið tekinn rakur á rútu en þá var ég einn í rútunni og var ekki mættur þangað sem ég átti að sækja fólkið.