Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

23.8.06

Prófgáta

Hér er ein gáta sem Guðjón stórhagfræðingur í Sellanum lagði fyrir mig nú í kvöld eftir endalaus sannanaskrif:

Einu sinni sem oftar var ég á ferðalagi þegar ég sá skyndilega að ég stóð um 100 metrum sunnan við gríðarstóran björn. Ég ákvað að ganga 100 metra í austur, sneri mér svo beint í norður og skaut. Björninn féll samstundis dauður niður og ég fór strax og gerði að þessum happafeng. Ég spyr ykkur hins vegar: Hvernig var björninn sem ég skaut á litinn?

Sá sem giskar á rétt getur átt von á því að fá link á síðuna sína ;)

6 Comments:

At 6:02 f.h., Blogger Katrin said...

Í frásögninni af veiðiferðinni miklu var nú hvergi minnst á litinn...en ætli giskið verði ekki bara brúnn? eða hvítur? eða svartur? hehe :P

var etta annars örugglega björn - ekki bara fugl???

 
At 9:16 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hvítur bangsi held ég.

Skamm skamm :) bannað að skjóta ísbirni, eða gerði hann sig líklegan til að ráðast á þig?

 
At 11:21 e.h., Blogger Jon Olafur said...

Gleymdi einu: Svörin þarf að rökstyðja.

 
At 4:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

björninn stendur á norðurpólnum...

 
At 4:16 f.h., Blogger Katrin said...

eins og KP, þá hallast ég að norðurpólnum. var nefnilega eitthvað smá bogið við það hvernig þú náðir að skjóta bangsann undir öðrum kringumstæðum, nema nottla hann hafi labbað í austur á sama hraða og þú.

 
At 11:55 f.h., Blogger Jon Olafur said...

Þessir MR-ingar eru alveg ómögulegir, eyðileggja allar gátur fyrir manni. Fara þeir í Gátulausnir 103?

Karen nokkur Pálsdóttir réð gátuna. Rétt svar er að björninn er hvítur og hann stendur á Norðupólnum

 

Skrifa ummæli

<< Home