Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

25.4.06

Kominn aftur

Jæja, þá er þessi vinnutörn búin og ég er mættur á Hlöðuna. Við skulum ekkert vera fara út í þessar ferðir mínar í neinum smá atriðum en sú síðasta mun líklegast seint gleymast. Smá klaufaskapur í mér olli 4 klst töf á ferðinni en svo bilaði helvítis rútudruslan og hálftíma spotti tók ca 2 tíma að keyra.

Íslenska hagkerfið er á bullandi niðurleið og flestir hafa eflaust tekið eftir og er ég sammála fyrrum kennara mínum, dr Tryggva Þór forstöðumanni Hagfræðistofnunar, um orsakir þess. Hann hefur margoft bent á óstjórnina í hagstjórninni á þeim uppvaxtartímum sem landsmenn hafa upplifað á síðustu árum og kæruleysi plebbana á Austurvelli. Þeir hafa verið mun duglegri við að skrifa ávísanir en að leggja til hliðar.

Eitt stakk mig þegar ég las blöðin þegar ég kom heim en það er að svo virðist vera að landsmenn séu farnir að huga að gengistryggðum lánum. Eins og staðan er í dag þá er það ein mesta vitleysa sem fólk gæti farið út í því þau lán munu hækka í takt við fall krónunnar. Að vísu hefur krónan verið að styrkjast síðustu daga (erlend mynt verður ódýrari) en ég held að það sé bara tímabundin styrking. Ok, hvað er ég nú að bulla? Gengi upp og niður bla bla bla. Sko, þegar gengi krónunnar lækkar verður dýrara að fjárfesta í erlendum myntum. Tek dæmi:
Palli ætlar að kaupa sér hús fyrir 20 millur. Hann vill hafa helminginn af láninu í krónum og hinn helminginn í dollurum (USD). Þegar Palli gerir samninginn (1.1.06) er gengi USD = 60 ISK (1 dollari kostar 60 kr), lánið er til 40 ára. 1.afborgunin af láninu er 1.jan´07 en þann dag er gengi USD = 80 ISK og mun Palli því þurfa greiða [(1/40*10.000.000)+(10.000.000*80/60)] = 583.333 kr. En ef Palli hefði nú bara haldið sig við krónuna hefði hann "bara" þurft að borga 500.000 kr. Þarna munar 83.333 kr og það munar nú heldur betur um þá fjárhæð.
Ef USD myndi kosta 90 kr þá yrði afborgunin 625.000 kr og mismunurinn yrði 125.000 kr.
Höfuðstóll lánsins myndi líka vaxa í takt við hækkun dollarans gagnvart krónunni, t.d. yrði höfuðstóllinn 23.333.333 kr þegar USD = 80 kr og 25.000.000 kr þegar USD = 90 kr, en við þessar tölur bætist svo verðtryggingin sem kom með setningu Ólafslaga 1979. Höfuðstóll láns sem yrði eingöngu í krónum mun einungis hækka um það hlutfall sem verðtryggingin veldur.

Skilur einhver þessar útskýringar? Hvort haldið þið að sé skynsamlegra, gengistryggt lán eða lán sem einungis er í krónum?

Ath, þetta dæmi er aðeins einfaldað miðað við raunveruleikann en þó ætti það að vera skiljanlegt út frá því sem er í gangi varðandi stöðu gengismála. Sem dæmi um einföldun þá sleppti ég öllum vaxtatölum því þær breytast svo ört :-)

Hagfræðingurinn kveður

14.4.06

Gleðilega páska og gleðilegt sumar

Gleðilega páska, þau ykkar sem villist hingað inn.

Gleðilegt sumar líka því ég er víst að fara svo lengi í burtu að ég kem ekki aftur fyrr en í sumar (ath, sumardagurinn fyrsti er næsta fimmtudag).

12.4.06

The time flies ... too fast

Hvur andskoti, það er kominn 12.apríl og ca 3 vikur í 1.próf. Nú verð ég að fara hætta að vinna og snúa mér að bókaskruddunum.

Að undanförnu hef ég verið í skólaferðalögum með enska skólahópa sem hefur verið misskemmtilegt, unglingarnir voru mun erfiðari viðureignar en háskólastúdentarnir. Ég hef ferðast um Suðurlandið þvert og endurlangt og keyrt á þriðja þúsund kílómetra, aðeins á rétt 2 vikum. Það er einn hákólahópur eftir og þá mun ég slökkva á vinnusímanum og opna bækurnar upp á gátt.

Skrifa kannski eitthvað meira áður en ég fer úr bænum næsta sunnudag, páskadag.