Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

12.11.04

Árs afmæli

Vá maður, ég var næstum því búinn að gleyma máli málanna.

Þann 12.11.03, fyrir sléttu ári, var ég sviptur ökuréttindum í 6 mánuði. Þau ykkar sem munið eitthvað aftur í tímann voruð örugglega búin að gleyma þessu en það er aldrei að vita nema ég minni ykkur á þetta á hverju ári (ef ég man þá sjálfur eftir því). ;)

Sápuóperan um kennarana

Jæja börnin góð.
Þá er það orðið ljóst, Alþingi hefur sett lög á kennarana. Þótt fyrr hefði verið. Hvað heldur þetta lið eiginlega að það sé? Fer fram á hærri byrjunarlaun en unglæknar fá.
Ef við berum nýútskrfifaðan lækni saman við nýútskrifaðan kennara og ábyrgðina sem fylgir þeim störfum sér hver heilvita maður það að ábyrgð kennara er varla kvarter af þeirri ábyrgð sem læknar bera á lífi okkar og limum. Væri ekki skynsamlegra að hækka grunnlaun lækna til að halda þeim á landinu í staðinn fyrir að missa þá alla úr landi frekar en laun kennara? Við getum alltaf fundið einhverjar skúringakonur til að kenna krökkunum ef okkur vantar kennara tímabundið en erfitt getur reynst að finna hæfan lækni ef við veikjumst alvarlega.
Nú kann einhver að spyrja um þensluna á hagkerfið sem þetta getur haft. Vitið þið bara hvað, svona breytingar hafa svo til engin áhrif til langs tíma. Áhrifin eru mest á fyrstu árunum en þegar frá líður aðlagast hagkerfið að þessu.
Hvert er ykkar álit á öllu þessu?

Læt þetta nægja í bili

3.11.04

Bush og umhverfið

Þá er það orðið ljóst, Runninn var endurkjörinn forseti stríðsins.

Þessa dagana beinist athygli mín að viðamiklu verkefni í orkuhagfræði. Réttast væri að kalla námskeiðið orku- og umhverfishagfræði því námsefnið er að mestu leyti um umhverfisáhrif ýmissa efnahagslegra aðgerða.
Hver getur svarað eftirfarandi spurningum samviskusamlega? Bjórkippa í boði fyrir besta svarið.
1: Fjallið um þá staðhæfingu að Kyoto bókunin sé ekki bindandi í hagfræðilegum skilningi
2: Fjallið um rök með og á móti beitingu markaðmiðaðra stjórntækja vs. stjórnvaldsfyrirmæla þegar minnka skal mengun.
3: Mengun verður til við framleiðslu tiltekinnar vöru. Kannið hagræn áhrif; a) ef lagður er á skattur á losun mengunar og b) ef lagður er sérstakur skattur á vöruna sjálfa.

Svar óskast, hver spurning á að vera um 3000 slög.

p.s.
þetta eru bara ritgerðarspurningarnar, það eru líka 3 dæmi.