Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

3.11.04

Bush og umhverfið

Þá er það orðið ljóst, Runninn var endurkjörinn forseti stríðsins.

Þessa dagana beinist athygli mín að viðamiklu verkefni í orkuhagfræði. Réttast væri að kalla námskeiðið orku- og umhverfishagfræði því námsefnið er að mestu leyti um umhverfisáhrif ýmissa efnahagslegra aðgerða.
Hver getur svarað eftirfarandi spurningum samviskusamlega? Bjórkippa í boði fyrir besta svarið.
1: Fjallið um þá staðhæfingu að Kyoto bókunin sé ekki bindandi í hagfræðilegum skilningi
2: Fjallið um rök með og á móti beitingu markaðmiðaðra stjórntækja vs. stjórnvaldsfyrirmæla þegar minnka skal mengun.
3: Mengun verður til við framleiðslu tiltekinnar vöru. Kannið hagræn áhrif; a) ef lagður er á skattur á losun mengunar og b) ef lagður er sérstakur skattur á vöruna sjálfa.

Svar óskast, hver spurning á að vera um 3000 slög.

p.s.
þetta eru bara ritgerðarspurningarnar, það eru líka 3 dæmi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home