Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

27.2.09

Lifnaður við

Góðan og sprækan daginn,
Þá er komið að því að lífga upp á þetta blogg aftur.

Ég er sem sagt kominn aftur til Melbourne til að klára mitt nám, 1 önn eftir. Í þetta skiptið snérum við Katrín málunum við, hún er heima í atvinnuleit en ég er 1 hér úti í náminu. Ég er því fluttur í nýtt húsnæði, stúdíóíbúð rétt hjá skólanum.

Ferðalagið hingað út var ósköp hefðbundið; ca 10 tíma hangs á Heathrow, 11 tíma flug til Bangkok, 8,5 tíma flug til Sydney og svo loks 1,5 tíma flug til Melbourne. Með öðrum orðum, bara rétt rúmlega flugleiðin Reykjavík - Akureyri :o)
Annars reyni ég yfirleitt að sofa sem mest í lengsta fluginu. Mér tókst það svona skítsæmilega en á hinn bóginn náði ég ekki að sofa mikið frá Bangkok og niður eftir.

Svo byrjar skólinn á fullu swingi á mánudag, svaka stuð.

Alla vega, ég mun því fara skrifa eitthvað reglulegar hér en áður.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home