Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

29.6.06

La dolce vita

Ójá, undanfarnir dagar hafa sko verið ljúfir.
Auk þess að hafa farið í heimsókn í þinghús héraðsins höfum við farið í eina lengstu sporvagnaferð sem er möguleg á þessu svæði en það er leiðin sem Katrín þurfti að fara allt að 2svar sinnum í viku. Ferðin tekur rúma klukkustund þegar farþegafjöldinn er temmilegur en getur farið upp í allt að 2 klst, ég er sko bara að tala um aðra leiðina og það snemma að morgni. Önnur eins ferð beið hennar að kveldi þegar var komið að heimferðinni. Nei takk, þetta er ekki fyrir mig.

Það sem stendur eflaust hvað hæst upp úr, so far, er þegar við Katrín gengum á hljóðið eitt kvöldið um daginn. Við vorum ekki alveg að skilja af hverju allt þetta fólk var að safnast saman á einu torgi í bænum og fylgdum því fólkinu. Þegar þangað var komið sáum við risaskjá og fullt af fólki í íþróttafötum og með ástralska fánann vafinn utan um sig. Eftir smá stund áttuðum við okkur á hlutunum, fólkið var að safnast saman til að horfa á beina útsendingu á leik sinna manna gegn Ítalíu á HM í Þýskalandi. Klukkan var, þegar hér var komið við sögu aðeins 9 pm en leikurinn hófst kl 1 am að staðartíma. Þvílíka stemmningin var komin um ellefu leytið en þá fórum við heim því okkur var orðið svo kalt. Menn börðu trommur og blésu í lúðra í um 4 klst áður en leikurinn hófst, þvílík orka í örfáum einstaklingum.
Ráðhústorgið í Köben 2002 var ekkert í samanburði við þetta þegar kórinn var þar á ferð og horfði á Danina keppa þá á HM.
Annað sem stendur einnig upp úr er þrívíddarbíó sem við fórum í. Hér má sjá mynd af mér þaðan.
Hér má einnig sjá fleiri myndir frá Melbourne :o)

25.6.06

Sólarlag í Melbourne

Það er eitt sem mér finnst rosa furðulegt hér í suðrinu, það kemur myrkur bara einn tveir og bingó. Sólin sest um 5 leytið (5 pm) eins og hendi sé veifað og þá um leið tæmast göturnar af gangandi og keyrandi líkt og gerist um hánótt heima á klakanum. Það mætti halda að borgarbúar séu myrkfælnir :)

Annars er frábært að vera kominn hingað suður eftir þrátt fyrir að ferðalagið hafi verið langt og strembið. 36 tíma ferðalag er ekki það auðveldasta sem ég hef á minni stuttu ævi lagt í og mæli ekki með því að eldra fólk geri það.

Hver hefði trúað því að manni yrði kalt í 10 stiga hita? Ekki ég, en það er raunin. Aðeins örfáum kílómetrum fyrir norðan Melbourne, Brisbane, (ca 3 tíma flug í Boeing) er um tvöfalt heitara, pant búa þar yfir vetrartímann :)

Fyrsta kvöldið mitt hér eldaði Katrín handa mér fína steik. Ég fékk ekki að vita hvað ég var að borða í upphafi en þegar á máltíðina leið spurði hún mig hvað ég héldi. Ég giskaði á nautasteik en fannst það um leið frekar ólíklegt sem var og rétt því steikin var kengúrukjöt. Delicious, nammi gott. Það fyndna við þá steik er það að hún er ódýrari út í búð en fín nautasteik af því að framboðið er svo mikið á kengúrukjöti.

Í dag kíktum við í þinghús héraðsins, Parliament of Victoria. Það er flott hús sem er um 150 ára gamalt og með geðveikum innréttingum. Þingsalirnir eru nokkurn veginn alveg eins og þeir sem maður sér frá breska þinginu, meirihlutinn situr öðru megin og minni hlutinn hinu megin og svo kallast þeir á og skiptast á skoðunum.

Pant frysta tímann svo ég þurfi ekki að fara héðan alveg strax :)

20.6.06

Melbourne á morgun

Jebb, það er komið að þessu.
Brottför frá Kef kl 7:40 til London og væntanleg lending í Melbourne er kl 4:45 am á föstudagsmorgni að staðartíma sem er 18:45 hér á klakanum á fimmtudag. Það er aldrei að vita nema Einar lögga muni fá þann heiður að verða síðasti einstaklingurinn sem ég mun tala við í Kef áður en ferðalagið hefst í háloftunum.

Ég bið þá bara að heilsa ykkur í bili en þó er aldrei að vita nema ein og ein færsla muni villast hingað inn frá Ástralíu :)

13.6.06

Ég er lifnadi

Er ekki kominn tími á smá pistil hér?

Nú eru allar einkunnir komnar í hús, sú síðasta var 2 vikum of sein miðað við þessa þriggja vikna reglu. Árangurinn var ekki alveg nógu góður sem mun hafa þær afleiðingar að ég þarf að taka 2 próf í ágúst til að geta náð að útskrifast í október. Ekki fleiri orð um það.

Þegar þetta er skrifað eru aðeins um 5 klst þar til ég hef verið 27 ár í þessum heimi, þ.e. ég fæddist þann 14.6.1979 kl 00:28. Ég hef nú ekki haldið upp á þennan dag sem heitið getur í 10-15 ár ef undan er skilið 25 ára afmælið, í ár verður engin breyting þar á.

Nú er lengsta mögulega ferðalag veraldar alveg að bresta á því það verður flautað til brottfarar snemma að morgni 21.júní. Það er ekki laust við að hugurinn sé svolítið farinn að reika þangað og þá hvað helst eigi að nota tímann á leiðinni til að gera annað en að reyna sofa sem mest í 12 og 8 tíma flugunum.

Dóri er að hætta í pólitíkinni, einn Seðlabankastjóri að verða ráðherra. Ætli Dóri fari ekki bara til hans Dabba síns upp á Sölvhól og slappi þar af með honum? Það er a.m.k. mín ágiskun.

Nóg í bili, þið vitið þó núna að ég er lifandi