Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

29.6.06

La dolce vita

Ójá, undanfarnir dagar hafa sko verið ljúfir.
Auk þess að hafa farið í heimsókn í þinghús héraðsins höfum við farið í eina lengstu sporvagnaferð sem er möguleg á þessu svæði en það er leiðin sem Katrín þurfti að fara allt að 2svar sinnum í viku. Ferðin tekur rúma klukkustund þegar farþegafjöldinn er temmilegur en getur farið upp í allt að 2 klst, ég er sko bara að tala um aðra leiðina og það snemma að morgni. Önnur eins ferð beið hennar að kveldi þegar var komið að heimferðinni. Nei takk, þetta er ekki fyrir mig.

Það sem stendur eflaust hvað hæst upp úr, so far, er þegar við Katrín gengum á hljóðið eitt kvöldið um daginn. Við vorum ekki alveg að skilja af hverju allt þetta fólk var að safnast saman á einu torgi í bænum og fylgdum því fólkinu. Þegar þangað var komið sáum við risaskjá og fullt af fólki í íþróttafötum og með ástralska fánann vafinn utan um sig. Eftir smá stund áttuðum við okkur á hlutunum, fólkið var að safnast saman til að horfa á beina útsendingu á leik sinna manna gegn Ítalíu á HM í Þýskalandi. Klukkan var, þegar hér var komið við sögu aðeins 9 pm en leikurinn hófst kl 1 am að staðartíma. Þvílíka stemmningin var komin um ellefu leytið en þá fórum við heim því okkur var orðið svo kalt. Menn börðu trommur og blésu í lúðra í um 4 klst áður en leikurinn hófst, þvílík orka í örfáum einstaklingum.
Ráðhústorgið í Köben 2002 var ekkert í samanburði við þetta þegar kórinn var þar á ferð og horfði á Danina keppa þá á HM.
Annað sem stendur einnig upp úr er þrívíddarbíó sem við fórum í. Hér má sjá mynd af mér þaðan.
Hér má einnig sjá fleiri myndir frá Melbourne :o)

2 Comments:

At 2:47 f.h., Blogger Katrin said...

IMAX-ið var sko gaman og ekki skemmdu gleraugun góðu, hehe ;o)

 
At 12:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hafið það gott í útlandinu. Gaman að geta fylgst með
kv Rebekka og co

 

Skrifa ummæli

<< Home