Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

13.6.06

Ég er lifnadi

Er ekki kominn tími á smá pistil hér?

Nú eru allar einkunnir komnar í hús, sú síðasta var 2 vikum of sein miðað við þessa þriggja vikna reglu. Árangurinn var ekki alveg nógu góður sem mun hafa þær afleiðingar að ég þarf að taka 2 próf í ágúst til að geta náð að útskrifast í október. Ekki fleiri orð um það.

Þegar þetta er skrifað eru aðeins um 5 klst þar til ég hef verið 27 ár í þessum heimi, þ.e. ég fæddist þann 14.6.1979 kl 00:28. Ég hef nú ekki haldið upp á þennan dag sem heitið getur í 10-15 ár ef undan er skilið 25 ára afmælið, í ár verður engin breyting þar á.

Nú er lengsta mögulega ferðalag veraldar alveg að bresta á því það verður flautað til brottfarar snemma að morgni 21.júní. Það er ekki laust við að hugurinn sé svolítið farinn að reika þangað og þá hvað helst eigi að nota tímann á leiðinni til að gera annað en að reyna sofa sem mest í 12 og 8 tíma flugunum.

Dóri er að hætta í pólitíkinni, einn Seðlabankastjóri að verða ráðherra. Ætli Dóri fari ekki bara til hans Dabba síns upp á Sölvhól og slappi þar af með honum? Það er a.m.k. mín ágiskun.

Nóg í bili, þið vitið þó núna að ég er lifandi

3 Comments:

At 5:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

til hamingju með daginn!

 
At 5:49 f.h., Blogger Katrin said...

ójá, styttist sko heldur betur í 21. júní :o)

 
At 2:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gott ad vita ad tu torir enn! Til hamingju med afmaelid og goda skemmtun i fluginu. Var i 9.5 tima flugi um daginn, uff! Maeli med ad tu drekkir bara sem mest vin a leidinni...ta verdur vellan i sjonvarpinu svo skemmtileg. Ekkert vera ad sofa...bara drekka Jon.
Tu ert buinn ad borga fyrir tetta utility!

 

Skrifa ummæli

<< Home