Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

25.6.06

Sólarlag í Melbourne

Það er eitt sem mér finnst rosa furðulegt hér í suðrinu, það kemur myrkur bara einn tveir og bingó. Sólin sest um 5 leytið (5 pm) eins og hendi sé veifað og þá um leið tæmast göturnar af gangandi og keyrandi líkt og gerist um hánótt heima á klakanum. Það mætti halda að borgarbúar séu myrkfælnir :)

Annars er frábært að vera kominn hingað suður eftir þrátt fyrir að ferðalagið hafi verið langt og strembið. 36 tíma ferðalag er ekki það auðveldasta sem ég hef á minni stuttu ævi lagt í og mæli ekki með því að eldra fólk geri það.

Hver hefði trúað því að manni yrði kalt í 10 stiga hita? Ekki ég, en það er raunin. Aðeins örfáum kílómetrum fyrir norðan Melbourne, Brisbane, (ca 3 tíma flug í Boeing) er um tvöfalt heitara, pant búa þar yfir vetrartímann :)

Fyrsta kvöldið mitt hér eldaði Katrín handa mér fína steik. Ég fékk ekki að vita hvað ég var að borða í upphafi en þegar á máltíðina leið spurði hún mig hvað ég héldi. Ég giskaði á nautasteik en fannst það um leið frekar ólíklegt sem var og rétt því steikin var kengúrukjöt. Delicious, nammi gott. Það fyndna við þá steik er það að hún er ódýrari út í búð en fín nautasteik af því að framboðið er svo mikið á kengúrukjöti.

Í dag kíktum við í þinghús héraðsins, Parliament of Victoria. Það er flott hús sem er um 150 ára gamalt og með geðveikum innréttingum. Þingsalirnir eru nokkurn veginn alveg eins og þeir sem maður sér frá breska þinginu, meirihlutinn situr öðru megin og minni hlutinn hinu megin og svo kallast þeir á og skiptast á skoðunum.

Pant frysta tímann svo ég þurfi ekki að fara héðan alveg strax :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home