Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

6.11.08

Brjálæði

Það er aldeilis hvað hlutirnir gerast hratt, bankarnir þjóðnýttir, IMF hugsanlega að lána landinu nokkra aura o.s.frv. Hvað gerist með stóru karlana sem ollu þessu rugli, ættu þeir ekki að vera dregnir fyrir dómara og refsað almennilega fyrir þetta? Það finnst mér alla vega. Almennileg refsing í þessu tilfelli er sko milljarða sektir sem þeir ættu að geta tekið úr rassvasanum, nóg græddu þeir á "góðærinu". Nóg um það.

Skólamál
Önnin hér er búin, þessi vika er upplestrarfrí. Það er þó ekki svo gott hjá mér því ég þurfti að skila ritgerð síðasta mánudag + næsta mánudag þarf ég að skila annarri ritgerð og fara í mitt eina hefðbundna próf á þessari önn. Helgin þar á eftir fer svo í heimapróf. Ég verð sem sagt komin í jóla- og sumarfrí 17.nóvember.
Daman á heimilinu verður ekki einu sinni byrjuð í prófum þegar ég klára. Hef verið að grínast með það að ég muni bara útbúa matarbox fyrir hana að morgni, merkt hádegismatur og kaffitími, og á meðan mun ég vera á ströndinni að "tanna". Þessar uppástungur hafa ekki verið vinsælar, skrýtið.

Nú verða sagðar veðurfréttir
Veðrið hér hefur sveiflast ansi hressilega, suma daga er of heitt til að sitja inni við lærdóm á meðan aðra daga rignir með þrumum og jafnvel eldingum. Yfir heildina er samt orðið nokkuð hlýtt, ekki undir 20 stigum en það er þó ekki alltaf stuttbuxnaveður - þó það sé ansi oft :)

Njótið vetrarríkisins.