Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

24.3.04

Lokaverkefni í þjáningu og hamskiptum

Flutti líka þetta flotta verkefni í dag í þjáningu og hamskiptum um kenningar Nóbelskáldsins R.H.Coase. Hann fékk Nóbelinn árið 1991 fyrir að hafa opnað augu fólks fyrir þeim kostnaði sem það verður fyrir þegar það stofnar til nýrra viðskipta, viðskiptakostnaður, og einnig fyrir framlag sitt til stofnanahagfræðinnar hvað varðar eignarrétt og eignarréttarskipulag. Þessi fyrirlestur var unninn að mestu upp úr kennsluefni en að auki er ég að skrifa ritgerð um þessi mál og því hentugt ræðuefni. Ég fékk líka mjög góðar athugasemdir, engin of neikvæð en auðvitað smá því ég var að drepast úr stressi. Best að hætta svona akademísku orðalagi en í staðinn getið þið nálgast þennan fyrirlestur hjá mér með því að senda mér póst.

23.3.04

Sumarvinnan í höfn

Jæja þá er það komið á hreint, ég er orðinn starfsmaður hjá Gumundi Tyrfingssyni hf á Selfossi.
Fyrir þá sem vita ekki hvers konar fyrirtæki það er þá er það rútufyrirtæki sem er ekki með neinar bölvaðar áætlunarferðir milli A og B. Ég mun því fá að ferðast um allt landið okkar en ekki bara um Suðurlandið eins og undanfarin sumur.
Það fyndnasta við þetta er að ég fékk símtal innan við sólarhring eftir að ég hafði lagt inn umsókn og var mér tjáð að þær leiðir sem ég hafði aðallega keyrt, Hornafjarðarleiðin og Skaftafell-Vatnajökull, hefðu ráðið miklu um það. Þau hjá GT vita sem betur fer ekkert um prófleysið en það eru aðeins 7 vikur og 1 dagur í að ég fái prófið aftur.

18.3.04

Busy week

Ég er væntanlega lélegasti bloggari í heimi en ég skal reyna bæta mig.

Síðasta vika var mjög busy, ég þurfti að mæta í tíma, læra, skipuleggja árshátíð, mæta á kóræfingar, vakna eldsnemma til að ná strætó o.s.frv.
Talandi um strætó, það eru aðeins tæpar 8 vikur í bílprófið, þá verður nú gaman að vera til.

Árshátíðin gekk líka þetta ljómandi vel. Það besta er að allir fóru mjög saddir og sáttir heim. Hlaðborðið var svo girnilegt að maður gat varla hætt að borða. Skemmtiatriðin voru af ýmsum toga og varð ég ekki fyrir vonbrigðum þegar sóprönurnar voru að syngja hið geysivinsæla lag: Vinur Hafnarfjarðar. Þegar við komum svo í bæinn var stefnan sett á eftirpartý hjá hinu mikilsvirta pari Guðjóni og Kristínu. Þar var gjaldkerinn svo rausnarlegur að bjóða pizzur á línuna. Heimferðin hófst síðan um hálfsjö og var ég víst komin á koddann um sjö leytið.

Næsta mál á dagskrá er að reyna pússla saman verkefnum og standa í skilum það sem eftir lifir annarinnar, það eru bara 3 vikur eftir en 2 mánuðir þangað til ég verð búinn í prófum. Gatið þarna á milli verður helvíti á jörðu; lesa upp í flestum fögunum, klára skipuleggja utanlandsferð kórsins, ritgerðarvinna og síðast en ekki síst stíf próftafla.

Þangað til næst, Auf Wiedersehen.

9.3.04

Bloggleysi

Einhverjir hafa verið að kvarta undan bloggleysi hjá mér. Ástæðan er einföld - ég hef svo mikið að gera. Ég skal lofa að breyta því hér eftir. Verið samt óhrædd við að skamma mig ef ykkur finnst ég slappur.

4.3.04

Kjarabarátta?

Enn er hægt að deila um hegðun fólks í þjóðfélaginu, nú eru það blessaðar hjúkkurnar sem sögðu upp hjá Heimahjúkruninni og væla og væla í öllum fjölmiðlum.
Hafa þær ekkert pælt í því að hegðun þeirra er þeim til lýta. Yfirmenn Heimahjúkrunarinnar haga sér ósköp eðlilega sem atvinnurekendur því þeir geta fengið mann í manns stað.
Þær væla um það að nýr samningur sem þeim hafi verið boðinn feli í sér kjaraskerðingu. Pælum aðeins í þessu. Ef þær hefðu tekið samningnum þá hefðu þær ekki lengur þurft að keyra um á eigin bílum heldur fengið vinnubíl. Þar með hefði rekstrarkostnaður þeirra eigin bíla minnkað og því myndi verðmæti þeirra haldast lengur en eins og staðan er í dag.
Í stuttu máli er það svo að það sem þær kalla kjaraskerðingu er kallað í daglegu tali að hið opinbera sé að losa sig við einn hóp svindlara í kerfinu. Kannski lækka laun þeirra eitthvað en útgjöld þeirra lækka mun meira og því er ávinningur þeirra af hinum nýja samning mun meiri en þær vilja viðurkenna. Því skora ég á þær hjúkkur sem hafa eitthvað vit í kollinum að fara halda kjafti og opna augun fyrir raunveruleikanum. Skrifið undir nýja samninginn og sinnið ykkar vinnu eins og hverjir aðrir launþegar.

3.3.04

Í dag eru heilar níu vikur í bílprófið, þetta styttist.