Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

4.3.04

Kjarabarátta?

Enn er hægt að deila um hegðun fólks í þjóðfélaginu, nú eru það blessaðar hjúkkurnar sem sögðu upp hjá Heimahjúkruninni og væla og væla í öllum fjölmiðlum.
Hafa þær ekkert pælt í því að hegðun þeirra er þeim til lýta. Yfirmenn Heimahjúkrunarinnar haga sér ósköp eðlilega sem atvinnurekendur því þeir geta fengið mann í manns stað.
Þær væla um það að nýr samningur sem þeim hafi verið boðinn feli í sér kjaraskerðingu. Pælum aðeins í þessu. Ef þær hefðu tekið samningnum þá hefðu þær ekki lengur þurft að keyra um á eigin bílum heldur fengið vinnubíl. Þar með hefði rekstrarkostnaður þeirra eigin bíla minnkað og því myndi verðmæti þeirra haldast lengur en eins og staðan er í dag.
Í stuttu máli er það svo að það sem þær kalla kjaraskerðingu er kallað í daglegu tali að hið opinbera sé að losa sig við einn hóp svindlara í kerfinu. Kannski lækka laun þeirra eitthvað en útgjöld þeirra lækka mun meira og því er ávinningur þeirra af hinum nýja samning mun meiri en þær vilja viðurkenna. Því skora ég á þær hjúkkur sem hafa eitthvað vit í kollinum að fara halda kjafti og opna augun fyrir raunveruleikanum. Skrifið undir nýja samninginn og sinnið ykkar vinnu eins og hverjir aðrir launþegar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home