Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

18.3.04

Busy week

Ég er væntanlega lélegasti bloggari í heimi en ég skal reyna bæta mig.

Síðasta vika var mjög busy, ég þurfti að mæta í tíma, læra, skipuleggja árshátíð, mæta á kóræfingar, vakna eldsnemma til að ná strætó o.s.frv.
Talandi um strætó, það eru aðeins tæpar 8 vikur í bílprófið, þá verður nú gaman að vera til.

Árshátíðin gekk líka þetta ljómandi vel. Það besta er að allir fóru mjög saddir og sáttir heim. Hlaðborðið var svo girnilegt að maður gat varla hætt að borða. Skemmtiatriðin voru af ýmsum toga og varð ég ekki fyrir vonbrigðum þegar sóprönurnar voru að syngja hið geysivinsæla lag: Vinur Hafnarfjarðar. Þegar við komum svo í bæinn var stefnan sett á eftirpartý hjá hinu mikilsvirta pari Guðjóni og Kristínu. Þar var gjaldkerinn svo rausnarlegur að bjóða pizzur á línuna. Heimferðin hófst síðan um hálfsjö og var ég víst komin á koddann um sjö leytið.

Næsta mál á dagskrá er að reyna pússla saman verkefnum og standa í skilum það sem eftir lifir annarinnar, það eru bara 3 vikur eftir en 2 mánuðir þangað til ég verð búinn í prófum. Gatið þarna á milli verður helvíti á jörðu; lesa upp í flestum fögunum, klára skipuleggja utanlandsferð kórsins, ritgerðarvinna og síðast en ekki síst stíf próftafla.

Þangað til næst, Auf Wiedersehen.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home