Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

24.3.04

Lokaverkefni í þjáningu og hamskiptum

Flutti líka þetta flotta verkefni í dag í þjáningu og hamskiptum um kenningar Nóbelskáldsins R.H.Coase. Hann fékk Nóbelinn árið 1991 fyrir að hafa opnað augu fólks fyrir þeim kostnaði sem það verður fyrir þegar það stofnar til nýrra viðskipta, viðskiptakostnaður, og einnig fyrir framlag sitt til stofnanahagfræðinnar hvað varðar eignarrétt og eignarréttarskipulag. Þessi fyrirlestur var unninn að mestu upp úr kennsluefni en að auki er ég að skrifa ritgerð um þessi mál og því hentugt ræðuefni. Ég fékk líka mjög góðar athugasemdir, engin of neikvæð en auðvitað smá því ég var að drepast úr stressi. Best að hætta svona akademísku orðalagi en í staðinn getið þið nálgast þennan fyrirlestur hjá mér með því að senda mér póst.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home