Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

20.4.07

Pæling

Ég fór að gefa klæðaburði fólks auga áðan á kaffistofunni nú þegar prófatíðin er að komast í gang. Eins og margir vita er Hlaðan nokkuð stór og alls kyns fólk að lesa þar og því er um alls kyns klæðaburð að ræða.
Hver nennir virkilega að klæða sig fínt og jafnvel að hafa sig til þegar stefnan er sett beint á hina eitilhressu Hlöðu? Sjálfur reyni ég hvað ég get að vera í sem þægilegustu fötum þegar ég hef verið í prófum og jafnvel sleppt því að raka mig í nokkrar vikur - eins og núna.
Þessar pælingar komu upp hjá mér áðan þegar ég tók eftir vinkvennahóp á kaffiteríunni sem var nokkuð vel klæddur, málaðar, á hælum u.s.w. Ætli þær hafi haldið að þetta sé þess virði þegar langflestir gestir Hlöðunnar eru að hugsa um allt annað en að höstla næsta aðila af gagnstæðu kyni? Svo er nú reyndar alltaf sá möguleiki fyrir hendi að þeim líði nú bara best í drögtunum sínum, með málninguna í andlitinu og á hælum - tilbúnar á ballið.

Pæling

3.4.07

Úti er ævintýri

Eigum við eitthvað að minnast á hvernig þessar álverskosningar fóru? Fyrir þá sem ekki vita þá var það svo að hópur þröngsýnna vitleysinga (a.k.a. Sól í Straumi) æsti múginn upp í það að kjósa gegn stækkun álversins. Ég hef nú þegar heyrt af fólki sem sér eftir því að hafa kosið gegn stækkuninni því núna fyrst fattar það hvað það var að kalla yfir sig.

Ég sendi inn athugasemd á heimasíðu þessa þröngsýnu vitleysinga við færslu þar sem úrslitunum var fagnað, þeim hefur verið eytt. Athugasemdin hljóðaði svo; Pereat.

(Pereat er tilvísun í sögu Lærða skólans fljótlega upp úr 1850)