Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

20.4.07

Pæling

Ég fór að gefa klæðaburði fólks auga áðan á kaffistofunni nú þegar prófatíðin er að komast í gang. Eins og margir vita er Hlaðan nokkuð stór og alls kyns fólk að lesa þar og því er um alls kyns klæðaburð að ræða.
Hver nennir virkilega að klæða sig fínt og jafnvel að hafa sig til þegar stefnan er sett beint á hina eitilhressu Hlöðu? Sjálfur reyni ég hvað ég get að vera í sem þægilegustu fötum þegar ég hef verið í prófum og jafnvel sleppt því að raka mig í nokkrar vikur - eins og núna.
Þessar pælingar komu upp hjá mér áðan þegar ég tók eftir vinkvennahóp á kaffiteríunni sem var nokkuð vel klæddur, málaðar, á hælum u.s.w. Ætli þær hafi haldið að þetta sé þess virði þegar langflestir gestir Hlöðunnar eru að hugsa um allt annað en að höstla næsta aðila af gagnstæðu kyni? Svo er nú reyndar alltaf sá möguleiki fyrir hendi að þeim líði nú bara best í drögtunum sínum, með málninguna í andlitinu og á hælum - tilbúnar á ballið.

Pæling

10 Comments:

At 10:52 f.h., Blogger Maja said...

Mér líður alltaf best þegar mér finnst ég fín og vel tilhöfð... svo ég skil þessar stelpur bara mjög vel því ég myndi líklega gera það sama, síðan þegar upp er komið og lesturinn tekinn við smellir maður sér bara úr skónum og hefur það kósý...

 
At 11:09 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það sem ég skil ekki, Jón, ef maður er uppá hlöðu, skiptir þá einhverju máli hvort það er próftími eða venjuleg skólavika, er maður ekki alltaf að læra? Afhverju ætti maður allt í einu að fara að klæða sig eitthvað öðruvísi en maður er vanur bara afþví að það eru próf? Eða ert þú bara að hösla á hlöðinni þegar það eru ekki próf???

 
At 1:39 f.h., Blogger Harpa Hrund said...

jogging-galli og strigaskór eru málið

 
At 12:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Stelpur klæða sig ekki upp til þess að hösla... Ertu þá að segja að allar stelpur á föstu þurfi ekkert að gera sig fínar lengur??? þú ert bara ekki að skilja stelpur nógu vel Jón Ólafur...

 
At 3:45 e.h., Blogger Jon Olafur said...

Ykkur til fróðleiks mun sá nafnlausi vera dr Valdi sáli (ph.d. nemi í Cardiff)

 
At 6:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Eg skrifadi ekki "stelpur klaeda..." ef tu att vid tad, enda sest tad best a ad vidkomandi skrifar islenska stafi en eg er ekki med islenskt lyklabord. Tarna klikkadir tu Nonni...

 
At 8:36 f.h., Blogger Jon Olafur said...

Já já Valdi gamli, ég geri nú fastlega ráð fyrir því að þú kunnir að skipta frá ensku lyklaborði yfir í íslenskt. ;)

 
At 1:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Reyndar kann eg tad ekki, tad hefur ekki verid kennt formlega i neinum kursi ;-) [hvernig gerir madur tad?]... Mer er svona nokkud sama hvort tu skilur stelpur eda ekki. En hins vegar er athugasemdin ad odru leyti rett--> stelpur fa lika nytjar ut ur tvi ad klaeda sig upp (svona til ad setja tetta upp a tinu tungumali). Tessar nytjar koma medal annars fram i jakvaedum ummaelum fra odru folki og nytja eda anti-nytjum (economic bads) tilkomnum vegna felagslegra reglna (t.d. akvednar reglur um klaednad i veislum osfrv). Ergo: Athugasemd stelpunnar er rett.Sem tydir ad tu hefur rangt fyrir ter :-0...hvad segir tu vid tvi...:-) Getur tu diffrad tig upp ur holunni?
V

 
At 3:26 e.h., Blogger Jon Olafur said...

No problem að diffra sig upp úr þessu. Ef einföld diffrun dugar ekki beitum við bara hagrannsóknaraðferðum, t.d. SUR metlinum, til að leysa málið.

 
At 1:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hehe-tu ert efni i hagfraeding...tetta likar mer :-)...kvedju a skrifstofu rektors.
V

 

Skrifa ummæli

<< Home