Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

24.10.05

Óvænt uppákoma

Takið föstudagsmorguninn 28.október frá. Mætið frekar í Lögberg, stofu 101.

21.10.05

Nýr klukkleikur

Ég var víst klukkaður af henni Maju.

1. hvað ertu með í vösunum? Klink, þjófavörn og lykla.
2. hvað gerðirðu í gærkvöldi klukkan 1? Svaf
3. á hvaða skemmtistað djammaðirðu síðast? Oliver og Gauknum
4. hvaða celeb myndirðu sofa hjá? Humm... kýs að segja pass við þessari
5. hvað ætlarðu að verða tegar tú ert orðin/n stór? Ríkur hagfræðingur ;)

Ætli ég klukki ekki bara allan Háskólakórinn og Katrínu Ástu.

19.10.05

Íbúð óskast

Veit einhver um þokkalega 2-3 herbergja íbúð sem er til sölu? Hún má kosta max 12 milljónir íslenskra króna.
Draumastaðsetningin mín er Hafnarfjörður en Katrín vill helst vera down town, Vesturbænum, Hlíðunum eða jafnvel í Fossvoginum - í hjólafæri frá pöbbunum.

Bloggkeppni

Nei sko, Maja litla var að blogga aftur sem þýðir að ég verð þá að blogga líka.

Við Katrín höfum verið að hugsa um að stofna hjónabandsmiðlun en áður en það verður ákveðið endanlega þá þurfum við að sjá hvernig fyrsta tilraunin í að koma fólki saman mun ganga.
Nefni engin nöfn en smá vísbending:
Hann er í viðskiptafræði, nafnið hans byrjar á G. Hún er í hjúkkunni og nafnið hennar byrjar á M (í raun G en hún notar aldrei það nafn nema á opinberum pappírum).

Sá sem getur giskað á rétt fær glaðning :)

18.10.05

Lélegur bloggari?

Stúlkukindin hún Maja (www.majagk.blogdrive.com) kallar mig lélegan bloggara. Ég er henni ósammála að mestu.
Hvað finnst þér, lesandi góður?

11.10.05

Aldrei í bænum

Þessi titill er orð að sönnu því ég hef ekki verið í bænum síðustu tvær helgar og helgina þar áður var ég í Köben :)

Helgina eftir Köben varð afi gamli áttræður. Hann dreif familíuna út úr bænum í tilefni þess. Rólegt og þægilegt.
Síðasta helgi var öllu annasamari því þá voru æfingarbúðir hjá kórnum í Ölfusinu. Án þess að vera fara út í of ítarleg smáatriði þar um þá læt ég það duga að segja að sú helgi hafi hreint út sagt verið frábær. Nýju félagarnir náðu að stimpla sig inn svo um munar.

Að öllu óbreyttu lítur út fyrir að ég verði barasta bara í bænum um næstu helgi. Kannski maður kíki þá í námsbækurnar. Það kemur bara í ljós.