Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

11.10.05

Aldrei í bænum

Þessi titill er orð að sönnu því ég hef ekki verið í bænum síðustu tvær helgar og helgina þar áður var ég í Köben :)

Helgina eftir Köben varð afi gamli áttræður. Hann dreif familíuna út úr bænum í tilefni þess. Rólegt og þægilegt.
Síðasta helgi var öllu annasamari því þá voru æfingarbúðir hjá kórnum í Ölfusinu. Án þess að vera fara út í of ítarleg smáatriði þar um þá læt ég það duga að segja að sú helgi hafi hreint út sagt verið frábær. Nýju félagarnir náðu að stimpla sig inn svo um munar.

Að öllu óbreyttu lítur út fyrir að ég verði barasta bara í bænum um næstu helgi. Kannski maður kíki þá í námsbækurnar. Það kemur bara í ljós.

3 Comments:

At 5:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jæja það er komið í ljós að RE heldur flugrútunni næstu 3 árin...

Kv.
SHR

 
At 12:36 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hehe, ef ég þekki þig rétt þá líturðu fyrr í bjórinn en námsbækurnar. ;)

 
At 1:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hehehe....mikið rétt, þessi bragðtegund af vatni (bjór) er eigi óvinsæl.

KA

 

Skrifa ummæli

<< Home