Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

22.4.05

Gleðilegt sumar, gleðjist gumar

Já há, þannig er nú það - það er bara komið sumar sem þýðir að það styttist allt of hratt í vorprófin. Það er eiginlega ekki nógu gott því mínúturnar fara tikka tvöfalt, ef ekki þrefalt, hraðar þessa dagana.

Um síðustu helgi var tekin ákvörðun um það að leigja litla kytru á Görðunum af einni kórstúlku. Tilboðið var svo ótrúlega freistandi að það var eiginlega ekki hægt að hafna því.
Í kjölfarið var tekin ákvörðun um það að afþakka möppudýradjobb í vinnunni og halda áfram að flakka um landið, ekki skemmir að fá borgað fyrir það.

Svo kemur bara í ljós hvort það verði einn eða tveir sem munu búa í kytrunni, reikna nú eiginlega með því að það verði tveir ungir einstaklingar.

13.4.05

Allt brjálað að gera!

Úps, ekkert blogg í langan tíma. Svona er þetta þegar maður er í 2 kúrsum hjá sama kennaranum og hann ákveður að hafa verkefnaskil á sama tíma í báðum kúrsum.

Það er helst að frétta að ég mér hefur boðist smá stöðuhækkun í vinnunni, vaktstjórastaða. Ég er að spá í að þiggja djobbið.
Nú fæ ég að stjórna því hverjir fá að fara hvert og velja mér góða túra í vaktafríunum. Ekki slæmt eftir innan við ár í vinnu hjá company-inu.
Nú er aldrei að vita nema maður fái loksins að láta hagfræðina nýtast manni í vinnu.

6.4.05

Jeg kan ikke lide det !

Ég er ekki sáttur, Bill Gates & co hjá Microsoft eru ekki vinir mínir.
Ástæða; flókin föll í Excel sem kennarinn hefur náð að læra en ég skil ekki.
Sá sem kann súper dúper vel á Excel má gjarnan fara fyrir mig í próf þann 27.apríl.

5.4.05

Skuldlaus ...

... við lögguna í Kópavogi.

Ég þoli ekki fólk í einkennisbúningum með derhúfu. Það lið þvælist bara fyrir manni á ólíklegustu stöðum og á ólíklegustu tímum sólarhringsins.

Mæli með að fólk stytti sér ekki leið í Kópavogi, löggan gæti verið á næsta horni ;)

1.4.05

1.apríl

Hver hljóp 1.apríl? Ekki ég en ég veit um einn sem var næstum því búinn að því.

Nú er Róbert Fishcher mættur á klakann með öllu tilheyrandi og viti menn, Kaninn er farinn að leita leiða til að fá hann framseldan. Það var nú reyndar augljóst frá upphafi. Kannski verða Dabbi og co að senda Bobby litla heim til að ná að halda Varnarliðinu hér á klakanum. Hver veit.

Smá uppfærsla á því sem á daga mína hefur drifið síðan ég bloggaði síðast.
Skólinn var erfiður síðustu dagana fyrir páska, verkefnaskil og læti. Um páskana var leigubíll þaninn til hins ýtrasta sem skilaði ca 100 þús kalli í budduna (ca 90 þús af því svart). Síðustu dagar hafa farið í 2 ritgerðir og prófundirbúning. Reyndar er það nú svo að í staðinn fyrir að læra fyrir prófið þá var ákveðið að fara á MSN og letikastast alveg fullt á Netinu.

Einhverjir hafa verið að spyrja hvað hafi gerst krassandi í taxanum um páskana, hvort einhverjir frægir hafi fengið far, sögusagnir um framhjáhald fræga fólksins og allt þannig. Það er til eitt svar við þessu; það sem gerist inn í taxa er alfarið trúnaðarmál bílstjóra og farþega. Það eina sem ég get sagt er að þessi páskahelgi var mjög viðburðarík, allir þjóðfélagshópar u.s.w.