Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

13.4.05

Allt brjálað að gera!

Úps, ekkert blogg í langan tíma. Svona er þetta þegar maður er í 2 kúrsum hjá sama kennaranum og hann ákveður að hafa verkefnaskil á sama tíma í báðum kúrsum.

Það er helst að frétta að ég mér hefur boðist smá stöðuhækkun í vinnunni, vaktstjórastaða. Ég er að spá í að þiggja djobbið.
Nú fæ ég að stjórna því hverjir fá að fara hvert og velja mér góða túra í vaktafríunum. Ekki slæmt eftir innan við ár í vinnu hjá company-inu.
Nú er aldrei að vita nema maður fái loksins að láta hagfræðina nýtast manni í vinnu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home