Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

1.4.05

1.apríl

Hver hljóp 1.apríl? Ekki ég en ég veit um einn sem var næstum því búinn að því.

Nú er Róbert Fishcher mættur á klakann með öllu tilheyrandi og viti menn, Kaninn er farinn að leita leiða til að fá hann framseldan. Það var nú reyndar augljóst frá upphafi. Kannski verða Dabbi og co að senda Bobby litla heim til að ná að halda Varnarliðinu hér á klakanum. Hver veit.

Smá uppfærsla á því sem á daga mína hefur drifið síðan ég bloggaði síðast.
Skólinn var erfiður síðustu dagana fyrir páska, verkefnaskil og læti. Um páskana var leigubíll þaninn til hins ýtrasta sem skilaði ca 100 þús kalli í budduna (ca 90 þús af því svart). Síðustu dagar hafa farið í 2 ritgerðir og prófundirbúning. Reyndar er það nú svo að í staðinn fyrir að læra fyrir prófið þá var ákveðið að fara á MSN og letikastast alveg fullt á Netinu.

Einhverjir hafa verið að spyrja hvað hafi gerst krassandi í taxanum um páskana, hvort einhverjir frægir hafi fengið far, sögusagnir um framhjáhald fræga fólksins og allt þannig. Það er til eitt svar við þessu; það sem gerist inn í taxa er alfarið trúnaðarmál bílstjóra og farþega. Það eina sem ég get sagt er að þessi páskahelgi var mjög viðburðarík, allir þjóðfélagshópar u.s.w.

1 Comments:

At 12:44 f.h., Blogger Einar said...

Umm... ég mæli með því að í næstu póstum verði ekki minnst á svarta vinnu. Punkturinn með svartri vinnu er sú að hún á að vera neðanjarðar en ekki auglýst á netinu....
Pössum okkur á skattstjóra, hann hefur kíkir í hvers manns kopp.

 

Skrifa ummæli

<< Home