Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

29.10.04

Well well well

Jæja, þá er bara kominn föstudagur, meina flöskudagur. Það kemur eflaust fáum orðið á óvart en það stefnir allt í það að ég verði edrú um helgina, a.m.k. annað kvöld því ég er að vinna á sunnudaginn.
Ég hef nú ekki fengið nein viðbrögð við síðustu skrifum og fæ líklegast ekki úr þessu þar sem Sátti er að leggja fram miðlunartillögu.
En hvað um það, nú er að koma helgi og vonandi fullt fullt af ævintýrum fram undan. Eigið öll góða helgi og ekki gera neitt sem þið vitið að ég myndi ekki gera. :)

26.10.04

Kennaraverkfall

Jæja hvernig væri nú að þessir blessuðu kennarar færu að átta sig á að launakröfurnar eru allt allt of háar? Ég held, satt best að segja, að besta lausnin fyrir þá væri að losa sig við þennan Eirík Jónsson því þá fyrst færi þetta að ganga. Sá maður er ekki í jarðsambandi. Af hverju haldið þið að það gangi ekkert í viðræðunum? Ég tel ástæðuna vera þá að Eiríkur segir alltaf strax nei án þess að skoða hlutina.
Ef Eiríkur væri ekki daglega í fréttum að kvarta og kveina fengju kennarar kannski eitthvað af samúð frá mér.

17.10.04

Skýrsla helgarinnar

Jæja, þá er þessi helgi að verða búin.
Föstudagskvöldið fór í vinnu. Var nánar tiltekið að keyra starfsmenn GKS trésmiðju í óvissuferð. Þau fóru í keilu og svo á hestbak og í mat hjá Íshestum í Hafnarfirði, besta kaupstað landsins.
Laugardagurinn nýttist ekki nógu vel. Ég ætlaði mér að læra en tíminn flaug í burtu án þess að námsbækurnar væru opnaðar. Skvísan hún Katrín á nú stóran þátt í því þar sem hún fór að spjalla á MSN við hana Unni um matvæla- og efnafræðibull.
Á laugardagskvöldið var svo pínu kórdjamm. Réttara sagt ætlaði ég bara að vera stutt en viti menn ég læddist inn heima hjá mér kl 4 um nóttina eftir að hafa komið við í öðru partýi og farið niður í bæ að hitta skvísuna mína.
Svo var sunnudagurinn tekinn með trompi. Ég var vaknaður upp úr kl 9 til þess að fara syngja í messu í Neskirkju. Eftir messuna var svo stefnan tekin á American Style þar sem restin af þynnkunni var skilin eftir. Að máltíð lokinni var svo spýtt í lófana og farið að læra, eða a.m.k. reynt að fara læra. Heilsan var fín en námsbækurnar heilluðu ekki og þess vegna fór ég bara á MSN og bloggaði. Er ég ekki alveg obbó dúlegur?

15.10.04

Leiðrétting

Ég gerði víst smá skyssu áðan þegar ég var að segja frá The Terminal.
Karlinn varð víst strandaglópur á Parísarflugvelli, Charles de Gaulle, ekki á Heathrow eins og ég var búinn að skrifa.
Ef þetta er ennþá vitlaust þá biðst ég innilegrar afsökunar á fávisku minni. Reyndar tel ég þetta vera algjört smáatriði. Söguþráðurinn er sannur og það er það sem skiptir máli.

Tíminn fellur niður

Hvernig er það með þessa háskólakennara, halda þeir að þeir þurfi ekkert að kenna eða hvað? Nú er 3.tíminn af 4 sem hafa átt að vera að falla niður hjá mér í peningahagfræðinni. Hvernig ætli þetta endi? Jú auðvitað með því maraþontímum í lok annarinnar þegar öll verkefni eru að nálgast deadline. Ég er farinn að hallast að því að ónefndur kennari nenni hreinlega ekki að kenna þessa dæmatíma. Til hvers í andsk... var hann þá að taka þá að sér?

Að allt öðru. Ég skellti mér í bíó í gær, en það gerist nú ekki nema örsjaldan á hverju ári. Myndin sem varð fyrir valinu var The Terminal með Tom Hanks í aðalhlutverki. Fyrir þá sem hafa ekki séð hana þá mæli ég með því að þið farið á hana. Hún lýsir lífi manns sem verður strandaglópur á Heathrow flugvelli vegna valdaráns í heimalandinu. En eins og allar amerískar myndir þá gerist hún í USA, nánar tiltekið á JFK í New York. Að sjálfsögðu fór ég ekki einn í bíó heldur tók ég litla skvísu með mér, en það er allt allt annar handleggur. ;)

13.10.04

Endurlífgaður

Vegna fjölda áskorana hef ég ákveðið að reyna byrja á þessu bloggi aftur. Vonandi gengur þetta betur í þetta skiptið.