Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

17.10.04

Skýrsla helgarinnar

Jæja, þá er þessi helgi að verða búin.
Föstudagskvöldið fór í vinnu. Var nánar tiltekið að keyra starfsmenn GKS trésmiðju í óvissuferð. Þau fóru í keilu og svo á hestbak og í mat hjá Íshestum í Hafnarfirði, besta kaupstað landsins.
Laugardagurinn nýttist ekki nógu vel. Ég ætlaði mér að læra en tíminn flaug í burtu án þess að námsbækurnar væru opnaðar. Skvísan hún Katrín á nú stóran þátt í því þar sem hún fór að spjalla á MSN við hana Unni um matvæla- og efnafræðibull.
Á laugardagskvöldið var svo pínu kórdjamm. Réttara sagt ætlaði ég bara að vera stutt en viti menn ég læddist inn heima hjá mér kl 4 um nóttina eftir að hafa komið við í öðru partýi og farið niður í bæ að hitta skvísuna mína.
Svo var sunnudagurinn tekinn með trompi. Ég var vaknaður upp úr kl 9 til þess að fara syngja í messu í Neskirkju. Eftir messuna var svo stefnan tekin á American Style þar sem restin af þynnkunni var skilin eftir. Að máltíð lokinni var svo spýtt í lófana og farið að læra, eða a.m.k. reynt að fara læra. Heilsan var fín en námsbækurnar heilluðu ekki og þess vegna fór ég bara á MSN og bloggaði. Er ég ekki alveg obbó dúlegur?

1 Comments:

At 5:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Usss - Jón!!! Annars gaman að sjá að þú ert orðinn virkur á blogginu!

kv, Stefán Ljósbrá

 

Skrifa ummæli

<< Home