Jón Ólafur skrifar frá Melbourne, Ástralíu

Hinar ýmsu pælingar, efnahagsmál og þjóðmálaumræða. Eða eitthvað í þeim dúr

26.10.04

Kennaraverkfall

Jæja hvernig væri nú að þessir blessuðu kennarar færu að átta sig á að launakröfurnar eru allt allt of háar? Ég held, satt best að segja, að besta lausnin fyrir þá væri að losa sig við þennan Eirík Jónsson því þá fyrst færi þetta að ganga. Sá maður er ekki í jarðsambandi. Af hverju haldið þið að það gangi ekkert í viðræðunum? Ég tel ástæðuna vera þá að Eiríkur segir alltaf strax nei án þess að skoða hlutina.
Ef Eiríkur væri ekki daglega í fréttum að kvarta og kveina fengju kennarar kannski eitthvað af samúð frá mér.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home